Úrkoman verður helsti óvissuþátturinn í höfuðborginni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 18:07 Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins voru færðar upp á rautt stig á fjórum landsvæðum í dag, Vísir/vilhelm Sprengilægðin sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun verður fyrr á ferðinni en fyrstu spár gerðu ráð fyrir. Aðalóvissuþátturinn á höfuðborgarsvæðinu verður úrkoman. Þá eru viðbragðsaðilar betur undirbúnir en í síðustu sprengilægð. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, aðalvarðstjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins voru færðar upp á rautt stig á fjórum landsvæðum í dag; höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. „Vindur er svo sem alltaf vindur“ Þá hafa almannavarnir fundað með forstöðumönnum raforku- og fjarskiptakerfa, sem og Vegagerðinni og björgunarsveitum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra sem halda utan um þessa helstu innviði þegar sprengilægðin gekk yfir 10. og 11. desember í fyrra. Þá urðu til að mynda víðtækar og lamandi skemmdir á dreifikerfi rafmagns. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur segir alla tilbúna í slaginn og þá sé það hans tilfinning að fólk sé betur undirbúið nú en síðast. „Já, ég upplifi það þannig að fólk sé meira á tánum núna. Það er búið að gera ráðstafanir um að manna töluvert mikið í raforkugeiranum, það verða vinnuflokkar úti og tilbúnir til starfa, á mikilvægum tengipunktum og annað, þar sem menn búast við að geti orðið vesen með rafmagnið.“ Rögnvaldur segir aðspurður að búast megi við „mjög vondu veðri“ en samkvæmt spám er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. „Eins og gagnvart höfuðborgarsvæðinu er aðalóvissuþátturinn hjá okkur varðandi úrkomuna, hvort hún verði mikil, því vindur er svo sem alltaf vindur eins og maður segir. En ef það er mikil úrkoma og mjög blint þá getur verið mjög erfitt að ferðast hérna um,“ segir Rögnvaldur. Byrjar fyrr en fyrst var talið Þá segir hann að óveðurspárnar nú hafi að mestu leyti gengið eftir. „Spár eru alltaf spár en það sem er merkilegt við þessa spá er að þetta var komið í kortin fyrir nokkrum dögum síðan og er búið að haldast nokkuð í hendur við það hvernig þróunin hefur verið. Það sem spáin hefur sagt hefur nokkurn veginn ræst hingað til.“ Nú líti þó út fyrir að óveðrið verði fyrr á ferðinni en útlit var fyrir í fyrstu. „Sem er kannski jákvætt að ákveðnu leyti, sérstaklega kannski fyrir suðvesturhornið. Þá byrjar þetta fyrr og gengur líka hraðar yfir en fyrst var gert ráð fyrir.“ Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðurs. Hún verður starfandi í sólarhring, eða þangað til á miðnætti annað kvöld. Rögnvaldur mælir með því að þeir sem tök hafi á haldi sig heima og taki því rólega á meðan veðrið gengur yfir. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. 13. febrúar 2020 11:17 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Sjá meira
Sprengilægðin sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun verður fyrr á ferðinni en fyrstu spár gerðu ráð fyrir. Aðalóvissuþátturinn á höfuðborgarsvæðinu verður úrkoman. Þá eru viðbragðsaðilar betur undirbúnir en í síðustu sprengilægð. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, aðalvarðstjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins voru færðar upp á rautt stig á fjórum landsvæðum í dag; höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. „Vindur er svo sem alltaf vindur“ Þá hafa almannavarnir fundað með forstöðumönnum raforku- og fjarskiptakerfa, sem og Vegagerðinni og björgunarsveitum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra sem halda utan um þessa helstu innviði þegar sprengilægðin gekk yfir 10. og 11. desember í fyrra. Þá urðu til að mynda víðtækar og lamandi skemmdir á dreifikerfi rafmagns. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur segir alla tilbúna í slaginn og þá sé það hans tilfinning að fólk sé betur undirbúið nú en síðast. „Já, ég upplifi það þannig að fólk sé meira á tánum núna. Það er búið að gera ráðstafanir um að manna töluvert mikið í raforkugeiranum, það verða vinnuflokkar úti og tilbúnir til starfa, á mikilvægum tengipunktum og annað, þar sem menn búast við að geti orðið vesen með rafmagnið.“ Rögnvaldur segir aðspurður að búast megi við „mjög vondu veðri“ en samkvæmt spám er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. „Eins og gagnvart höfuðborgarsvæðinu er aðalóvissuþátturinn hjá okkur varðandi úrkomuna, hvort hún verði mikil, því vindur er svo sem alltaf vindur eins og maður segir. En ef það er mikil úrkoma og mjög blint þá getur verið mjög erfitt að ferðast hérna um,“ segir Rögnvaldur. Byrjar fyrr en fyrst var talið Þá segir hann að óveðurspárnar nú hafi að mestu leyti gengið eftir. „Spár eru alltaf spár en það sem er merkilegt við þessa spá er að þetta var komið í kortin fyrir nokkrum dögum síðan og er búið að haldast nokkuð í hendur við það hvernig þróunin hefur verið. Það sem spáin hefur sagt hefur nokkurn veginn ræst hingað til.“ Nú líti þó út fyrir að óveðrið verði fyrr á ferðinni en útlit var fyrir í fyrstu. „Sem er kannski jákvætt að ákveðnu leyti, sérstaklega kannski fyrir suðvesturhornið. Þá byrjar þetta fyrr og gengur líka hraðar yfir en fyrst var gert ráð fyrir.“ Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðurs. Hún verður starfandi í sólarhring, eða þangað til á miðnætti annað kvöld. Rögnvaldur mælir með því að þeir sem tök hafi á haldi sig heima og taki því rólega á meðan veðrið gengur yfir. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. 13. febrúar 2020 11:17 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04
Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55
Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. 13. febrúar 2020 11:17
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent