Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:00 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/vilhelm Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“ Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira