Kínverjar segja að nýjum kórónuveirusmitum fari fækkandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 08:14 Starfsmenn í hlífðarklæðnaði búa sig undir að sótthreinsa í íbúðarhverfi í Beijing vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Tilkynningum um ný kórónuveirusmit hefur nú fækkað í þrjá daga í röð ef marka má opinberar tölur kínverskra yfirvalda. Þau tilkynntu um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll af völdum veirunnar í dag. Tölur um ný tilfelli kórónuveirunnar tóku kipp í síðustu viku eftir að kínversk stjórnvöld breyttu því hvernig þau voru talin. Síðan þá hefur nýjum smitum farið fækkandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alls hafa nú rúmlega 68.000 manns smitast af veirunni í Kína og 1.665 manns látist. Utan Kína hafa um fimmhundruð tilfelli greinst í nærri því þrjátíu löndum. Fjórir hafa látist í Frakklandi, Hong Kong, á Filippseyjum og í Japan. Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, fullyrti í dag að aðgerðir stjórnvalda í Beijing til að ná tökum á veirunni bæru nú árangur. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lofaði viðbrögð kínverskra stjórnvalda í gær. „Kína hefur keypt heiminum tíma. Við vitum ekki hversu langan tíma. Það blæs okkur von í brjóst að við höfum ekki séð mikið um smit á milli manna utan Kína,“ sagði hann. Kínversk stjórnvöld hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir að reyna að gera minna úr veirunni en efni stóðu til þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Lögreglunni var þannig sigað á lækna sem reyndu að vara hver aðra við veirunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Tilkynningum um ný kórónuveirusmit hefur nú fækkað í þrjá daga í röð ef marka má opinberar tölur kínverskra yfirvalda. Þau tilkynntu um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll af völdum veirunnar í dag. Tölur um ný tilfelli kórónuveirunnar tóku kipp í síðustu viku eftir að kínversk stjórnvöld breyttu því hvernig þau voru talin. Síðan þá hefur nýjum smitum farið fækkandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alls hafa nú rúmlega 68.000 manns smitast af veirunni í Kína og 1.665 manns látist. Utan Kína hafa um fimmhundruð tilfelli greinst í nærri því þrjátíu löndum. Fjórir hafa látist í Frakklandi, Hong Kong, á Filippseyjum og í Japan. Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, fullyrti í dag að aðgerðir stjórnvalda í Beijing til að ná tökum á veirunni bæru nú árangur. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lofaði viðbrögð kínverskra stjórnvalda í gær. „Kína hefur keypt heiminum tíma. Við vitum ekki hversu langan tíma. Það blæs okkur von í brjóst að við höfum ekki séð mikið um smit á milli manna utan Kína,“ sagði hann. Kínversk stjórnvöld hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir að reyna að gera minna úr veirunni en efni stóðu til þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Lögreglunni var þannig sigað á lækna sem reyndu að vara hver aðra við veirunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50
Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56