Kínverjar segja að nýjum kórónuveirusmitum fari fækkandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 08:14 Starfsmenn í hlífðarklæðnaði búa sig undir að sótthreinsa í íbúðarhverfi í Beijing vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA Tilkynningum um ný kórónuveirusmit hefur nú fækkað í þrjá daga í röð ef marka má opinberar tölur kínverskra yfirvalda. Þau tilkynntu um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll af völdum veirunnar í dag. Tölur um ný tilfelli kórónuveirunnar tóku kipp í síðustu viku eftir að kínversk stjórnvöld breyttu því hvernig þau voru talin. Síðan þá hefur nýjum smitum farið fækkandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alls hafa nú rúmlega 68.000 manns smitast af veirunni í Kína og 1.665 manns látist. Utan Kína hafa um fimmhundruð tilfelli greinst í nærri því þrjátíu löndum. Fjórir hafa látist í Frakklandi, Hong Kong, á Filippseyjum og í Japan. Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, fullyrti í dag að aðgerðir stjórnvalda í Beijing til að ná tökum á veirunni bæru nú árangur. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lofaði viðbrögð kínverskra stjórnvalda í gær. „Kína hefur keypt heiminum tíma. Við vitum ekki hversu langan tíma. Það blæs okkur von í brjóst að við höfum ekki séð mikið um smit á milli manna utan Kína,“ sagði hann. Kínversk stjórnvöld hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir að reyna að gera minna úr veirunni en efni stóðu til þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Lögreglunni var þannig sigað á lækna sem reyndu að vara hver aðra við veirunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Tilkynningum um ný kórónuveirusmit hefur nú fækkað í þrjá daga í röð ef marka má opinberar tölur kínverskra yfirvalda. Þau tilkynntu um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll af völdum veirunnar í dag. Tölur um ný tilfelli kórónuveirunnar tóku kipp í síðustu viku eftir að kínversk stjórnvöld breyttu því hvernig þau voru talin. Síðan þá hefur nýjum smitum farið fækkandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alls hafa nú rúmlega 68.000 manns smitast af veirunni í Kína og 1.665 manns látist. Utan Kína hafa um fimmhundruð tilfelli greinst í nærri því þrjátíu löndum. Fjórir hafa látist í Frakklandi, Hong Kong, á Filippseyjum og í Japan. Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, fullyrti í dag að aðgerðir stjórnvalda í Beijing til að ná tökum á veirunni bæru nú árangur. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lofaði viðbrögð kínverskra stjórnvalda í gær. „Kína hefur keypt heiminum tíma. Við vitum ekki hversu langan tíma. Það blæs okkur von í brjóst að við höfum ekki séð mikið um smit á milli manna utan Kína,“ sagði hann. Kínversk stjórnvöld hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir að reyna að gera minna úr veirunni en efni stóðu til þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Lögreglunni var þannig sigað á lækna sem reyndu að vara hver aðra við veirunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50
Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 15. febrúar 2020 22:56