Að vera eða vera ekki læs Arnór Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun