Besta leiðin til að tækla óþolandi fólk Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu. Það eru ótal markað aðferðir við það að hugleiða en margir hugsa oftast um það að maður verði að sitja í óþægilegri stellingu með lokuð augun en það er alls ekki nauðsynlegt þó það sé vissulega áhrifaríkt. Flow býður til dæmis upp á hugleiðslur þar sem maður hristir líkamann, öskrar og svo notum við allskonar skemmtilegar tæknilausnir líka. Eitt sem er mjög einfalt að gera er til dæmis að nota möntrur í hugleiðslu en það þarf ekki að vera óskiljanlegur texti á framandi tungumáli. Mig langar að gefa þér möntruna sem ég er að nota í dag. Hún er svona: Ég er jákvæð, dugleg og sanngjörn. Þessa möntru segi ég í huganum nokkrum sinnum í dag. Til dæmis þegar ég labba að kaffivélinni í vinnunni þá endurtek ég í huganum: Ég er jákvæð, dugleg og sangjörn. Stundum endurtek ég þetta upphátt, til dæmis ef ég er ein í bílnum en það er um það bil það flippaðasta sem ég geri með þessa möntru. Þessi orð eru líka alls ekkert heilög og það má nota hvaða orð sem maður tengir við í það og það skiptið. Einn dag í síðust viku hafði ég valið mér önnur orð: Ég er róleg, glöð og þolinmóð. Þann dag hitti ég erfða eða bara óþolandi manneskju. Æ þið vitið manneskju sem var kannski ekki beint dónaleg við mig en hefði getað stolið gleðinni minni því hún var að eiga eitthvað erfiðan dag. Þá gat ég snúið möntrunni minni við og hugsað hana til viðkomandi á meðan hann sagði mér í óspurðum fréttum að það væri óþolandi að búa á þessu ömurlega landi, ríkisstjórnin, lægðin, verðlagið og eitthvað meira. Ég hugsaði á meðan: Ég óska þess að sért rólegur, glaður og þolinmóður. Það gerðist ekkert undravert við þetta. Viðkomandi breyttist ekki eins og fyrir töfra en það sem breytist gerist innra með mér. Ég dustaði leiðindin af mér eins og regndropa af goretex jakka og hélt áfram út í daginn róleg, glöð og þolinmóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu. Það eru ótal markað aðferðir við það að hugleiða en margir hugsa oftast um það að maður verði að sitja í óþægilegri stellingu með lokuð augun en það er alls ekki nauðsynlegt þó það sé vissulega áhrifaríkt. Flow býður til dæmis upp á hugleiðslur þar sem maður hristir líkamann, öskrar og svo notum við allskonar skemmtilegar tæknilausnir líka. Eitt sem er mjög einfalt að gera er til dæmis að nota möntrur í hugleiðslu en það þarf ekki að vera óskiljanlegur texti á framandi tungumáli. Mig langar að gefa þér möntruna sem ég er að nota í dag. Hún er svona: Ég er jákvæð, dugleg og sanngjörn. Þessa möntru segi ég í huganum nokkrum sinnum í dag. Til dæmis þegar ég labba að kaffivélinni í vinnunni þá endurtek ég í huganum: Ég er jákvæð, dugleg og sangjörn. Stundum endurtek ég þetta upphátt, til dæmis ef ég er ein í bílnum en það er um það bil það flippaðasta sem ég geri með þessa möntru. Þessi orð eru líka alls ekkert heilög og það má nota hvaða orð sem maður tengir við í það og það skiptið. Einn dag í síðust viku hafði ég valið mér önnur orð: Ég er róleg, glöð og þolinmóð. Þann dag hitti ég erfða eða bara óþolandi manneskju. Æ þið vitið manneskju sem var kannski ekki beint dónaleg við mig en hefði getað stolið gleðinni minni því hún var að eiga eitthvað erfiðan dag. Þá gat ég snúið möntrunni minni við og hugsað hana til viðkomandi á meðan hann sagði mér í óspurðum fréttum að það væri óþolandi að búa á þessu ömurlega landi, ríkisstjórnin, lægðin, verðlagið og eitthvað meira. Ég hugsaði á meðan: Ég óska þess að sért rólegur, glaður og þolinmóður. Það gerðist ekkert undravert við þetta. Viðkomandi breyttist ekki eins og fyrir töfra en það sem breytist gerist innra með mér. Ég dustaði leiðindin af mér eins og regndropa af goretex jakka og hélt áfram út í daginn róleg, glöð og þolinmóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar