Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 17:34 Starfslýsing Pútín gæti breyst úr því að hann sé þjóðhöfðingi í að hann verði æðsti leiðtogi Rússlands. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti notið friðhelgi frá saksókn jafnvel þegar og ef hann lætur af völdum ef tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem rússneska þingið hefur til umfjöllunar verður samþykkt. Á meðal annarra tillagna sem þingið gaumgæfir er að útnefna Pútín „æðsta leiðtoga“ Rússlands. Fyrrverandi forsetar yrðu gerðir að öldungadeildarþingmönnum fyrir lífstíð samkvæmt tillögunum sem starfshópur rússneska þingsins fer nú yfir. Þingmenn beggja deilda rússneska þingsins njóta friðhelgi fyrir saksókn. Pavel Krasjennikov, varaformaður starfshópsins, staðfesti að þetta væri til skoðunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Forseti Rússlands, þegar hann hefur látið af völdum, er friðhelgur,“ sagði Krasjennikov um tillögurnar sem eru til skoðunar. Starfshópurinn fer nú yfir ýmsar tillögur að breytingum á stjórnarskrá eftir að Pútín kynnti umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands í síðasta mánuði. Tillögur Pútín myndu færa völd frá forsetaembættinu og er talið að þeim sé ætlað að gera honum kleift að halda í völdin eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að geta boðið sig fram til forseta eftir það. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt tillögur Pútín um breytingar á forsetaembættinu. Til þess að hugmyndir starfshópsins verði að lögum þarf neðri deildin að samþykkja þær í tveimur atkvæðagreiðslum áður en þær ganga til efri deildarinnar. Héraðsþings fengju tillögurnar til umsagnar en þær yrðu svo sendar Pútín til undirskriftar. Pútín, sem hefur verið við völd í tuttugu ár, hefur haldið því fram að hann muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar en engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir hana. Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti notið friðhelgi frá saksókn jafnvel þegar og ef hann lætur af völdum ef tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem rússneska þingið hefur til umfjöllunar verður samþykkt. Á meðal annarra tillagna sem þingið gaumgæfir er að útnefna Pútín „æðsta leiðtoga“ Rússlands. Fyrrverandi forsetar yrðu gerðir að öldungadeildarþingmönnum fyrir lífstíð samkvæmt tillögunum sem starfshópur rússneska þingsins fer nú yfir. Þingmenn beggja deilda rússneska þingsins njóta friðhelgi fyrir saksókn. Pavel Krasjennikov, varaformaður starfshópsins, staðfesti að þetta væri til skoðunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Forseti Rússlands, þegar hann hefur látið af völdum, er friðhelgur,“ sagði Krasjennikov um tillögurnar sem eru til skoðunar. Starfshópurinn fer nú yfir ýmsar tillögur að breytingum á stjórnarskrá eftir að Pútín kynnti umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands í síðasta mánuði. Tillögur Pútín myndu færa völd frá forsetaembættinu og er talið að þeim sé ætlað að gera honum kleift að halda í völdin eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að geta boðið sig fram til forseta eftir það. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt tillögur Pútín um breytingar á forsetaembættinu. Til þess að hugmyndir starfshópsins verði að lögum þarf neðri deildin að samþykkja þær í tveimur atkvæðagreiðslum áður en þær ganga til efri deildarinnar. Héraðsþings fengju tillögurnar til umsagnar en þær yrðu svo sendar Pútín til undirskriftar. Pútín, sem hefur verið við völd í tuttugu ár, hefur haldið því fram að hann muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar en engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir hana.
Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45
Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59
Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59
Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00