Ekkert verður til úr engu Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:30 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar