„Okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 13:03 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/vilhelm Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir lýkur í dag. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að von sé á því að atkvæðagreiðslu ljúki hjá flestum aðildarfélögum í kvöld og að niðurstaðan muni liggja fyrir um hádegisbil á morgun. „Það eru einhverjir sem að fá niðurstöðurnar strax í kvöld og einhverjir sem að fá þær á morgun þannig að við gerum ráð fyrir að tilkynna um niðurstöðurnar í kringum hádegið á morgun,“ segir Sonja, sem á von á því að þær verði kynntar allar í einu. Um 18 þúsund félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum falla undir umrædda kjarasamninga. „En svo eru þetta mismunandi aðgerðir sem er verið að leggja undir félagsmennina,“ segir Sonja. Hún bindur vonir við að þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði góð. „Við höfum heyrt það frá aðildarfélögunum að atkvæðagreiðslan hafi gengið vel. Við þurfum að fá helmings þátttöku til þess að þær séu gildar en það líka kemur skýrt fram frá aðildarfélögunum að það er mikill hugur í okkar fólki,“ segir Sonja. Miðað við niðurstöður af vinnustaðafundum og af samtölum í baklandinu að dæma telur Sonja líklegt að verkföll verði samþykkt. „Enn og aftur þá vil ég árétta að það er mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt og greiði atkvæði,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það óskar sér enginn að fara í verkfall til þess að ná ásættanlegum kjarasamningum en okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg eftir nærri árs bið.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir lýkur í dag. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að von sé á því að atkvæðagreiðslu ljúki hjá flestum aðildarfélögum í kvöld og að niðurstaðan muni liggja fyrir um hádegisbil á morgun. „Það eru einhverjir sem að fá niðurstöðurnar strax í kvöld og einhverjir sem að fá þær á morgun þannig að við gerum ráð fyrir að tilkynna um niðurstöðurnar í kringum hádegið á morgun,“ segir Sonja, sem á von á því að þær verði kynntar allar í einu. Um 18 þúsund félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum falla undir umrædda kjarasamninga. „En svo eru þetta mismunandi aðgerðir sem er verið að leggja undir félagsmennina,“ segir Sonja. Hún bindur vonir við að þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði góð. „Við höfum heyrt það frá aðildarfélögunum að atkvæðagreiðslan hafi gengið vel. Við þurfum að fá helmings þátttöku til þess að þær séu gildar en það líka kemur skýrt fram frá aðildarfélögunum að það er mikill hugur í okkar fólki,“ segir Sonja. Miðað við niðurstöður af vinnustaðafundum og af samtölum í baklandinu að dæma telur Sonja líklegt að verkföll verði samþykkt. „Enn og aftur þá vil ég árétta að það er mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt og greiði atkvæði,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það óskar sér enginn að fara í verkfall til þess að ná ásættanlegum kjarasamningum en okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg eftir nærri árs bið.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira