Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 15:35 Manninum var gert að yfirgefa vélina og honum komið fyrir í næsta flugi. Vísir/Getty Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira