Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:06 Kári Stefánsson er meðal þeirra sem halda erindi á fundinum. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira