Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær.
Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir.
Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn.
Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið.
Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC
— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020
Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik.
„Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports.
„Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“
Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt.
„Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“
„Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“
City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni.
"Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020
Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss.
Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz