Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 10:37 Marta Guðjónsdóttir, Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun þar sem fram fer umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álftanesi. Stjórn Sorpu ákvað í janúar að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið eru til skoðunar. Var það gert í framhaldi af skýrslu innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar þar sem fjallað er um framúrkeyrsluna.Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins er lagt til að borgarstjórn beini því til eigendahóps byggðasamlagsins að beita sér fyrir því að beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á stofnsamningi Sorpu vegna samsetningar stjórnarinnar, með það fyrir augum að Reykjavík, sem sé langstærsti eigandinn að byggðasamlaginu, geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur. Í greinagerð með tillögunni segir að Reykjavíkurborg eigi aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn Sorpu. „Lagt er til að aðkoma borgarinnar að stjórninni sé nær því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Það sé ekki raunin nú og úr því þurfi að bæta. Minnihlutinn hafi enga aðkomu Á borgarstjórnarfundi þann 17. september á síðasta ári hafi borgarstjórn samþykkt að ábyrgjast lánveitingu til Sorpu upp á einn og hálfan milljarð króna. „Með því að ábyrgjast lán byggðasamlagsins var borgin að veðsetja framtíðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo fyrirtækið gæti tekið lán vegna framúrkeyrslunnar,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Því hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst alfarið gegn. „Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg sé fjölskipað stjórnvald þá hefur minnihlutinn í Reykjavík enga aðkomu að stjórn SORPU og því er framúrkeyrslan sjálf og eftirmálar hennar alfarið á ábyrgð meirihlutans í borginni.“ Þannig telji flokkurinn tilefni til „taka upp“ stofnsamninginn og lagt til að eigendahópi byggðasamlagsins verði falið að gera tillögu að breytingum í þá veru. Reykjavík Sorpa Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun þar sem fram fer umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álftanesi. Stjórn Sorpu ákvað í janúar að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið eru til skoðunar. Var það gert í framhaldi af skýrslu innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar þar sem fjallað er um framúrkeyrsluna.Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins er lagt til að borgarstjórn beini því til eigendahóps byggðasamlagsins að beita sér fyrir því að beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á stofnsamningi Sorpu vegna samsetningar stjórnarinnar, með það fyrir augum að Reykjavík, sem sé langstærsti eigandinn að byggðasamlaginu, geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur. Í greinagerð með tillögunni segir að Reykjavíkurborg eigi aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn Sorpu. „Lagt er til að aðkoma borgarinnar að stjórninni sé nær því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Það sé ekki raunin nú og úr því þurfi að bæta. Minnihlutinn hafi enga aðkomu Á borgarstjórnarfundi þann 17. september á síðasta ári hafi borgarstjórn samþykkt að ábyrgjast lánveitingu til Sorpu upp á einn og hálfan milljarð króna. „Með því að ábyrgjast lán byggðasamlagsins var borgin að veðsetja framtíðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo fyrirtækið gæti tekið lán vegna framúrkeyrslunnar,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Því hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst alfarið gegn. „Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg sé fjölskipað stjórnvald þá hefur minnihlutinn í Reykjavík enga aðkomu að stjórn SORPU og því er framúrkeyrslan sjálf og eftirmálar hennar alfarið á ábyrgð meirihlutans í borginni.“ Þannig telji flokkurinn tilefni til „taka upp“ stofnsamninginn og lagt til að eigendahópi byggðasamlagsins verði falið að gera tillögu að breytingum í þá veru.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira