Dele Alli er ekki reiður út í Raheem Sterling vegna tæklingarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 16:00 Raheem Sterling var ekki alltof vinsæll hjá Hugo Lloris og félögum í Tottenham í leiknum í gær. Getty/Catherine Ivill Raheem Sterling hefði auðveldlega getað endað tímabilið hjá Dele Alli í leik Tottenham og Manchester City en Dele Alli ber engan kala til félaga síns í enska landsliðinu. Raheem Sterling var mjög heppinn að sleppa með gula spjaldið þegar hann fór með takkana á undan inn í fót Dele Alli. Sterling slapp væntanlega í Varsjánni af því að hann kom aðeins við boltann fyrst en tæklingin var engu að síður mjög ljót. Dele Alli náði ekki að hrista af sér tæklinguna og fór á endanum af velli. Þeir tókust hins vegar í hendur í upphafi seinni hálfleiks og Dele Alli ætlaði ekki að gera mál úr þessu. Dele Alli says no ill feeling with Raheem Sterling over late tackle @JacobSteinberg https://t.co/Zt5eknKDz9— Guardian sport (@guardian_sport) February 3, 2020 „Við töluðum saman um þetta í hálfleik og við erum góðir vinir. Ég veit hvernig leikmaður Raheem er og hann myndi aldrei reyna að meiða leikmann viljandi. Það voru engin illindi. Hann er frábær leikmaður og við höldum bara áfram,“ sagði Dele Alli. Þessi tækling gæti þó haft sína eftirmála fyrir hann. Dele Alli haltraði af velli og það á eftir að koma í ljós hvort hann missir af einhverjum leikjum á næstunni. Alli var ekki vissu um það hvort Sterling hafi átt að fá þarna rautt spjald. „Ég er ekki viss ef ég segi alveg eins og er. Ég hef ekki horft á þetta almennilega og þetta er augljóslega ákvörðun sem dómarinn og Varsjáin þurfa að taka,“ sagði Dele Alli. Tottenham vann leikinn 2-0 með mörkum frá Steven Bergwijn og Son Heung-min en liðið er nú fjórum stigum frá fjórða sætinu. Chelsea situr þar og liðin mætast 22. febrúar næstkomandi. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Raheem Sterling hefði auðveldlega getað endað tímabilið hjá Dele Alli í leik Tottenham og Manchester City en Dele Alli ber engan kala til félaga síns í enska landsliðinu. Raheem Sterling var mjög heppinn að sleppa með gula spjaldið þegar hann fór með takkana á undan inn í fót Dele Alli. Sterling slapp væntanlega í Varsjánni af því að hann kom aðeins við boltann fyrst en tæklingin var engu að síður mjög ljót. Dele Alli náði ekki að hrista af sér tæklinguna og fór á endanum af velli. Þeir tókust hins vegar í hendur í upphafi seinni hálfleiks og Dele Alli ætlaði ekki að gera mál úr þessu. Dele Alli says no ill feeling with Raheem Sterling over late tackle @JacobSteinberg https://t.co/Zt5eknKDz9— Guardian sport (@guardian_sport) February 3, 2020 „Við töluðum saman um þetta í hálfleik og við erum góðir vinir. Ég veit hvernig leikmaður Raheem er og hann myndi aldrei reyna að meiða leikmann viljandi. Það voru engin illindi. Hann er frábær leikmaður og við höldum bara áfram,“ sagði Dele Alli. Þessi tækling gæti þó haft sína eftirmála fyrir hann. Dele Alli haltraði af velli og það á eftir að koma í ljós hvort hann missir af einhverjum leikjum á næstunni. Alli var ekki vissu um það hvort Sterling hafi átt að fá þarna rautt spjald. „Ég er ekki viss ef ég segi alveg eins og er. Ég hef ekki horft á þetta almennilega og þetta er augljóslega ákvörðun sem dómarinn og Varsjáin þurfa að taka,“ sagði Dele Alli. Tottenham vann leikinn 2-0 með mörkum frá Steven Bergwijn og Son Heung-min en liðið er nú fjórum stigum frá fjórða sætinu. Chelsea situr þar og liðin mætast 22. febrúar næstkomandi.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira