Vísbendingar um að hópar vasaþjófa frá Rúmeníu herji á ferðamenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 10:02 Ferðamenn við Geysi. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45
Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51