Mjög mikilvægar upplýsingar Kristín Hulda Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2020 08:00 Arejun flos mun e rogi fyrcod wuklom iln qwes ledg. Jidenox ru gopler vallume duza nu yoffa. Sorsin kepplier, ekcle ale puffalop orat u lopnov miz. Glom wef i pudc ev wuklom enlőd adalomb hívjug xu dalmi fliondeso oppilum. Narhale guc voyflen jonseybb urg spudisuos letünk. Ímyndaðu þér að þú búir í nýju landi. Ímyndaðu þér að íbúar landsins elski að tala um veðrið, borða lakkrís, drekka orkudrykki, og að einu sinni á ári breytist allir í tryllta Eurovision aðdáendur. Ímyndaðu þér að tungumálið í landinu sé gjörólíkt þínu eigin móðurmáli, eða nokkru öðru tungumáli sem þú hefur heyrt. Ímyndaðu þér að landið sé lýðræðisríki sem skorar afar hátt á öllum listum yfir jafnréttismál. Ímyndaðu þér að í landinu búi fjölmargir innflytjendur, líkt og þú, og að langt sé síðan að innflytjendur urðu stór hluti af þjóðinni. Ímyndaðu þér svo að eitthvað komi upp á hjá þér. Þú veikist, slasast, veikist á geði eða þarft af einhverjum ástæðum að leita þér þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Myndir þú halda að í ríki sem þessu, sem leggur svona mikla áherslu á jafnrétti, væri auðvelt að nálgast upplýsingar um hvert á að leita? Þrátt fyrir mikinn fjölda innflytjenda á Íslandi virðumst við sem þjóð ekki hafa náð góðum tökum á því að taka á móti þeim hópi fólks og hjálpa þeim að aðlagast nýju samfélagi. Dæmi um það er verulegur skortur á því að upplýsingar á netinu og annars staðar séu þýddar í samræmi við algengustu móðurmál íbúa landsins. Þetta getur valdið miklum vandræðum og er alvarlegt vandamál þegar um er að ræða mikilvægar upplýsingar sem allir ættu að hafa greitt aðgengi að, óháð því hvort fólk talar íslensku eða ekki. Vandamálin sem innflytjendur mæta eru fjölmörg og stór hluti þeirra eru vandamál sem fæstum myndu detta í hug þegar rætt er um erfiðleika þess að vera innflytjandi. Með því að vera meðvitaðri um vandamál af þessu tagi erum við í betri stöðu til að bregðast við og jafnvel hjálpa til við að leysa þau. Þannig myndi aukin meðvitund um mikilvægi þess að upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál og aðgerðir í samræmi við það auðvelda líf margra svo um munar. Á næstu mánuðum verður vefur Hugrúnar geðfræðslufélags, gedfraedsla.is, endurútgefinn og mögulegt verður að nálgast allt fræðsluefni síðunnar á fleiri tungumálum en íslensku. Markmið félagsins er að auka samfélagslega vitund um geðheilsu og til að sinna því markmiði þurfa upplýsingar frá félaginu að vera aðgengilegar sem flestum samfélagsþegnum. Mörg félög og stofnanir á Íslandi gætu tekið mun fleiri skref til að tryggja að sem flestir í samfélaginu geti nýtt sér þjónustu þeirra, og til þess að það gerist þarf að vera til staðar meiri meðvitund um þau vandamál sem innflytjendur og aðrir minnihlutahópar mæta. Við hvetjum nemendur Háskóla Íslands og alla aðra til að vera meðvitaðir um vandamál minnihlutahópa og spyrja sig hvað hægt er að gera til að draga úr þeim með einhverjum hætti, sama hver þið eruð, hvað þið eruð að gera eða á hvaða sviði það er. Aukin meðvitund er fyrsta skrefið í átt að lausn vandamála og bættu samfélagi. Höfundur er formaður geðfræðslufélagsins Hugrúnar og skrifar fyrir hönd félagsins. Greinin er birt í tilefni af Jafnréttisdögum Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Arejun flos mun e rogi fyrcod wuklom iln qwes ledg. Jidenox ru gopler vallume duza nu yoffa. Sorsin kepplier, ekcle ale puffalop orat u lopnov miz. Glom wef i pudc ev wuklom enlőd adalomb hívjug xu dalmi fliondeso oppilum. Narhale guc voyflen jonseybb urg spudisuos letünk. Ímyndaðu þér að þú búir í nýju landi. Ímyndaðu þér að íbúar landsins elski að tala um veðrið, borða lakkrís, drekka orkudrykki, og að einu sinni á ári breytist allir í tryllta Eurovision aðdáendur. Ímyndaðu þér að tungumálið í landinu sé gjörólíkt þínu eigin móðurmáli, eða nokkru öðru tungumáli sem þú hefur heyrt. Ímyndaðu þér að landið sé lýðræðisríki sem skorar afar hátt á öllum listum yfir jafnréttismál. Ímyndaðu þér að í landinu búi fjölmargir innflytjendur, líkt og þú, og að langt sé síðan að innflytjendur urðu stór hluti af þjóðinni. Ímyndaðu þér svo að eitthvað komi upp á hjá þér. Þú veikist, slasast, veikist á geði eða þarft af einhverjum ástæðum að leita þér þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Myndir þú halda að í ríki sem þessu, sem leggur svona mikla áherslu á jafnrétti, væri auðvelt að nálgast upplýsingar um hvert á að leita? Þrátt fyrir mikinn fjölda innflytjenda á Íslandi virðumst við sem þjóð ekki hafa náð góðum tökum á því að taka á móti þeim hópi fólks og hjálpa þeim að aðlagast nýju samfélagi. Dæmi um það er verulegur skortur á því að upplýsingar á netinu og annars staðar séu þýddar í samræmi við algengustu móðurmál íbúa landsins. Þetta getur valdið miklum vandræðum og er alvarlegt vandamál þegar um er að ræða mikilvægar upplýsingar sem allir ættu að hafa greitt aðgengi að, óháð því hvort fólk talar íslensku eða ekki. Vandamálin sem innflytjendur mæta eru fjölmörg og stór hluti þeirra eru vandamál sem fæstum myndu detta í hug þegar rætt er um erfiðleika þess að vera innflytjandi. Með því að vera meðvitaðri um vandamál af þessu tagi erum við í betri stöðu til að bregðast við og jafnvel hjálpa til við að leysa þau. Þannig myndi aukin meðvitund um mikilvægi þess að upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál og aðgerðir í samræmi við það auðvelda líf margra svo um munar. Á næstu mánuðum verður vefur Hugrúnar geðfræðslufélags, gedfraedsla.is, endurútgefinn og mögulegt verður að nálgast allt fræðsluefni síðunnar á fleiri tungumálum en íslensku. Markmið félagsins er að auka samfélagslega vitund um geðheilsu og til að sinna því markmiði þurfa upplýsingar frá félaginu að vera aðgengilegar sem flestum samfélagsþegnum. Mörg félög og stofnanir á Íslandi gætu tekið mun fleiri skref til að tryggja að sem flestir í samfélaginu geti nýtt sér þjónustu þeirra, og til þess að það gerist þarf að vera til staðar meiri meðvitund um þau vandamál sem innflytjendur og aðrir minnihlutahópar mæta. Við hvetjum nemendur Háskóla Íslands og alla aðra til að vera meðvitaðir um vandamál minnihlutahópa og spyrja sig hvað hægt er að gera til að draga úr þeim með einhverjum hætti, sama hver þið eruð, hvað þið eruð að gera eða á hvaða sviði það er. Aukin meðvitund er fyrsta skrefið í átt að lausn vandamála og bættu samfélagi. Höfundur er formaður geðfræðslufélagsins Hugrúnar og skrifar fyrir hönd félagsins. Greinin er birt í tilefni af Jafnréttisdögum Háskóla Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar