Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 08:05 Húsnæði Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í austanverðu Frakklandi. Getty Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira