Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Dagana 3.-7. febrúar 2020 standa Tannlæknafélag Íslands og Embætti landlæknis fyrir árlegri tannverndarviku. Áherslan að þessu sinni verður vitundarvakning um glerungseyðandi áhrif orkudrykkja. Neysla á slíkum drykkjum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Búðahillurnar sem áður innihéldu gosdrykki eru nú uppfullar af nýjum tegundum orku- og íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig. Sykurlausir orkudrykkir eru því jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hvaða hlutverki gegnir glerungur? Glerungur er ysta lag tanna. Hann er harðasta efni líkamans og virkar sem varnarskel tannarinnar. Ef glerungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt og þétt. Eftir því sem glerungurinn eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir öllu áreiti eins og hita, kulda og tannskemmdum. Eyðingin er varanleg því glerungur myndast aldrei aftur á tönn. Hvað er glerungseyðing? Við neyslu á súrum drykkjum fellur sýrustigið í munni. Við lágt sýrustig eyðist glerungur tanna. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma sýrustiginu aftur í eðlilegt horf. Eftir því sem neyslutímabil drykkjarins er lengra því erfiðara er fyrir munnvatnið að sinna þessu varnarhlutverki sínu. Hvað er í orkudrykkjum sem gerir þá glerungseyðandi? Lengi vel var talið að kolsýra væri orsakaþátturinn hvað varðar glerungseyðingu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það eru sýrur sem eru notaðar til að auka endingu drykkjanna sem eru glerungseyðandi. Þessar sýrur eru sítrónusýra og fosfórsýra. Ef drykkir innihalda þessar sýrur getur maður gengið að því vísu að þeir hafi lágt sýrustig og eru því að öllum líkindum glerungseyðandi. Neyslumynstur Rannsóknir hafa sýnt að neyslumynstur hefur mikið að segja um hversu mikil glerungseyðing verður. Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat. Einnig má notast við rör sem beinir sýrunni frá tönnunum. Óeðlileg markaðssetning Fagfólki svíður mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er. Auglýsingar eru tíðar, oft er afreksíþróttafólk fengið til að auglýsa drykkina. Þeir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem er umhugað um heilsuna. Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum. Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið. Hvað þarf að passa upp á eftir neyslu? Alls ekki bursta tennur beint eftir neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir neyslu er glerungurinn sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka færðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 3.-7. febrúar 2020 standa Tannlæknafélag Íslands og Embætti landlæknis fyrir árlegri tannverndarviku. Áherslan að þessu sinni verður vitundarvakning um glerungseyðandi áhrif orkudrykkja. Neysla á slíkum drykkjum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Búðahillurnar sem áður innihéldu gosdrykki eru nú uppfullar af nýjum tegundum orku- og íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig. Sykurlausir orkudrykkir eru því jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hvaða hlutverki gegnir glerungur? Glerungur er ysta lag tanna. Hann er harðasta efni líkamans og virkar sem varnarskel tannarinnar. Ef glerungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt og þétt. Eftir því sem glerungurinn eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir öllu áreiti eins og hita, kulda og tannskemmdum. Eyðingin er varanleg því glerungur myndast aldrei aftur á tönn. Hvað er glerungseyðing? Við neyslu á súrum drykkjum fellur sýrustigið í munni. Við lágt sýrustig eyðist glerungur tanna. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma sýrustiginu aftur í eðlilegt horf. Eftir því sem neyslutímabil drykkjarins er lengra því erfiðara er fyrir munnvatnið að sinna þessu varnarhlutverki sínu. Hvað er í orkudrykkjum sem gerir þá glerungseyðandi? Lengi vel var talið að kolsýra væri orsakaþátturinn hvað varðar glerungseyðingu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það eru sýrur sem eru notaðar til að auka endingu drykkjanna sem eru glerungseyðandi. Þessar sýrur eru sítrónusýra og fosfórsýra. Ef drykkir innihalda þessar sýrur getur maður gengið að því vísu að þeir hafi lágt sýrustig og eru því að öllum líkindum glerungseyðandi. Neyslumynstur Rannsóknir hafa sýnt að neyslumynstur hefur mikið að segja um hversu mikil glerungseyðing verður. Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat. Einnig má notast við rör sem beinir sýrunni frá tönnunum. Óeðlileg markaðssetning Fagfólki svíður mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er. Auglýsingar eru tíðar, oft er afreksíþróttafólk fengið til að auglýsa drykkina. Þeir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem er umhugað um heilsuna. Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum. Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið. Hvað þarf að passa upp á eftir neyslu? Alls ekki bursta tennur beint eftir neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir neyslu er glerungurinn sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka færðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun