Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Dagana 3.-7. febrúar 2020 standa Tannlæknafélag Íslands og Embætti landlæknis fyrir árlegri tannverndarviku. Áherslan að þessu sinni verður vitundarvakning um glerungseyðandi áhrif orkudrykkja. Neysla á slíkum drykkjum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Búðahillurnar sem áður innihéldu gosdrykki eru nú uppfullar af nýjum tegundum orku- og íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig. Sykurlausir orkudrykkir eru því jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hvaða hlutverki gegnir glerungur? Glerungur er ysta lag tanna. Hann er harðasta efni líkamans og virkar sem varnarskel tannarinnar. Ef glerungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt og þétt. Eftir því sem glerungurinn eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir öllu áreiti eins og hita, kulda og tannskemmdum. Eyðingin er varanleg því glerungur myndast aldrei aftur á tönn. Hvað er glerungseyðing? Við neyslu á súrum drykkjum fellur sýrustigið í munni. Við lágt sýrustig eyðist glerungur tanna. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma sýrustiginu aftur í eðlilegt horf. Eftir því sem neyslutímabil drykkjarins er lengra því erfiðara er fyrir munnvatnið að sinna þessu varnarhlutverki sínu. Hvað er í orkudrykkjum sem gerir þá glerungseyðandi? Lengi vel var talið að kolsýra væri orsakaþátturinn hvað varðar glerungseyðingu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það eru sýrur sem eru notaðar til að auka endingu drykkjanna sem eru glerungseyðandi. Þessar sýrur eru sítrónusýra og fosfórsýra. Ef drykkir innihalda þessar sýrur getur maður gengið að því vísu að þeir hafi lágt sýrustig og eru því að öllum líkindum glerungseyðandi. Neyslumynstur Rannsóknir hafa sýnt að neyslumynstur hefur mikið að segja um hversu mikil glerungseyðing verður. Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat. Einnig má notast við rör sem beinir sýrunni frá tönnunum. Óeðlileg markaðssetning Fagfólki svíður mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er. Auglýsingar eru tíðar, oft er afreksíþróttafólk fengið til að auglýsa drykkina. Þeir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem er umhugað um heilsuna. Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum. Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið. Hvað þarf að passa upp á eftir neyslu? Alls ekki bursta tennur beint eftir neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir neyslu er glerungurinn sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka færðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dagana 3.-7. febrúar 2020 standa Tannlæknafélag Íslands og Embætti landlæknis fyrir árlegri tannverndarviku. Áherslan að þessu sinni verður vitundarvakning um glerungseyðandi áhrif orkudrykkja. Neysla á slíkum drykkjum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Búðahillurnar sem áður innihéldu gosdrykki eru nú uppfullar af nýjum tegundum orku- og íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig. Sykurlausir orkudrykkir eru því jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hvaða hlutverki gegnir glerungur? Glerungur er ysta lag tanna. Hann er harðasta efni líkamans og virkar sem varnarskel tannarinnar. Ef glerungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt og þétt. Eftir því sem glerungurinn eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir öllu áreiti eins og hita, kulda og tannskemmdum. Eyðingin er varanleg því glerungur myndast aldrei aftur á tönn. Hvað er glerungseyðing? Við neyslu á súrum drykkjum fellur sýrustigið í munni. Við lágt sýrustig eyðist glerungur tanna. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma sýrustiginu aftur í eðlilegt horf. Eftir því sem neyslutímabil drykkjarins er lengra því erfiðara er fyrir munnvatnið að sinna þessu varnarhlutverki sínu. Hvað er í orkudrykkjum sem gerir þá glerungseyðandi? Lengi vel var talið að kolsýra væri orsakaþátturinn hvað varðar glerungseyðingu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það eru sýrur sem eru notaðar til að auka endingu drykkjanna sem eru glerungseyðandi. Þessar sýrur eru sítrónusýra og fosfórsýra. Ef drykkir innihalda þessar sýrur getur maður gengið að því vísu að þeir hafi lágt sýrustig og eru því að öllum líkindum glerungseyðandi. Neyslumynstur Rannsóknir hafa sýnt að neyslumynstur hefur mikið að segja um hversu mikil glerungseyðing verður. Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat. Einnig má notast við rör sem beinir sýrunni frá tönnunum. Óeðlileg markaðssetning Fagfólki svíður mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er. Auglýsingar eru tíðar, oft er afreksíþróttafólk fengið til að auglýsa drykkina. Þeir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem er umhugað um heilsuna. Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum. Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið. Hvað þarf að passa upp á eftir neyslu? Alls ekki bursta tennur beint eftir neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir neyslu er glerungurinn sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka færðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun