Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Fólk sem þarf að undirgangast sóttkví er hvatt til að fá vini og vandamenn til að aðstoða við aðföng eða styðjast við heimsendingarþjónustu. Þá sé mikilvægt að skilja mat og aðrar vistir eftir fyrir utan. Getty/kmatija Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30