Ekki bjartsýni að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 23:15 Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent