Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Þór Símon Hafþórsson skrifar 17. ágúst 2020 21:00 Hlín Eiríksdóttir á ferðinni gegn Þór/KA í kvöld þar sem hún skoraði þrennu. VÍSIR/VILHELM KR fékk ríkjandi Íslandsmeistara Vals í heimsókn á Meistaravelli í vesturbæinn í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Sumar KR stefnir í bullandi fallbaráttu á meðan Valur berst við Breiðablik um stóra titilinn. Það mátti því gera ráð fyrir öruggum sigri Vals í kvöld sem varð ekki alveg rauninn þar sem leikurinn endaði með „einungis“ 1-0 sigri gestanna. Valur mætti sterkt til leiks og tóku forystuna á 14. mínútu eftir að fyrirgjöf Hallberu fann Hlíni Eiríksdóttur sem kom boltanum inn af stuttu færi. Valur hafði öll tök á vellinum og lið KR fékk varla að klappa boltanum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir þessa yfirburði náði Valur ekki að skapa sér mörg opin færi þó þau hafi verið nokkur. Ingibjörg Valgeirsdóttir í marki KR þurfti nokkrum sinnum að beita öllu sínu til að koma í veg fyrir að Valur bætti við marki. Staðan var því bara 1-0 í hálfleik en í þeim seinni héldu yfirburðir Vals áfram en þó með dass af KR sóknum sem fór að fjölga eftir því sem leið á leik. Þórdís Hrönn átti til að mynda rosalegt skot af 30 metra færi sem Sandra í marki Vals rétt náði að blaka yfir. KR náði þó aldrei að setja næga pressu á Val sem uppskar 1-0 sigur í Frostaskjóli og er nú tveimur stigum á eftir Breiðablik sem á þó enn leik til góða. Af hverju vann Valur? Númer eitt, tvö og þrjú er auðvitað gífurlegur gæðamunur á liðunum. Valur er með rosalegt lið og gat auðveldlega viðhaldið stöðugri pressu á lið KR. Valur hélt boltanum vel og gaf liði KR sem lagði líf og sál í leikinn engan tíma til að anda. KR varðist þó frábærlega og getur borið höfuðið hátt að mínu mati. Það var ansi vel gert að halda leiknum í 1-0 og gefa sér möguleika á að ná í jöfnunarmark í restina þó svo að það hafi aldrei komið. Hvað gekk illa? Valur átti boltann í þessum leik en flest færin þeirra komu eftir eitthvað klafs í teignum eftir hornspyrnu. Það kom afskaplega lítið út úr sóknarleik liðsins í opnum leik og á öðrum degi hefði það getað reynst gífurlega dýrkeypt að hafa ekki lokað þessum leik endanlega með öðru marki. Bestu menn vallarins? Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var mjög flott á miðjunni í endurkomu sinni í Pepsi deildina sem og fyrirliði Vals, Hallbera Guðný. Hjá KR var vörnin í aðalhlutverki með Ingibjörgu í markinu gjörsamlega frábær sem og miðvörðurinn Angela Beard. Þórdís Hrönn var einnig mjög góð og var líklegust af KR-ingum til að skora. Hvað gerist næst? Valur mætir nýliðum Þrótt í næsta leik en KR heimsækir Selfoss. Pétur Pétursson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson: Hefðum kannski getað nýtt færin okkar betur Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok með 1-0 sigurinn á KR. „Mér fannst þetta bara vera flottur leikur. Við hefðum kannski getað nýtt færin okkar betur en KR er með gott lið og því erum við sátt með sigurinn í kvöld,“ sagði Pétur og var ekki á því að hann hafi verið eitthvað hræddur um að KR næði að jafna í restina. „Ég hafði það sterkt á tilfinningunni að þær myndu ekki skora þannig ég var frekar rólegur. Fannst vörnin okkar bara mjög stöðug í kvöld.“ Pétur segir sínar stelpur rólegar í kapphlaupinu gegn Breiðablik um titilinn og hennti í gamla góða klisju sem á alltaf vel við í boltanum. „Við tökum einn leik í einu. Næst er það Þróttur sem er gott lið, vel skipulagt með góða leikmenn þannig það verður erfitt verkefni.“ Jóhannes Karl, þjálfari KR.vísir/s2s Jóhannes Karl: Vantaði kannski aðeins meiri kraft í sóknarleikinn okkar „Þetta var hörkuleikur og við vörðumst vel og gáfum sóknarmönnum Vals lítinn tíma en það vantaði kannski aðeins kraft í sóknarleikinn okkar. Það fór mikil orka í varnarvinnuna,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Val. „Við vorum inn í leiknum. 1-0 er alltaf leikur og með smá lukku hefðum við getað náð inn einu marki í lokinn og við náðum að vera inn í leiknum allan leikinn,“ sagði Jóhannes sem var sáttur með leik síns liðs þrátt fyrir tapið. „Valur er rosalega sterkt sóknarlega en hefur ekki jafn gaman af því að verjast þannig við vissum að við ef við værum þétt fyrir þá gætum við strítt þeim eitthvað. En það datt ekki í dag.“ KR mætir Selfossi í næsta leik og þarf nauðsynlega að safna stigum á komandi vikum enda stefnir í harða fallbaráttu í sumar. „Við erum í hörkufallbaráttu og þurfum að mæta í alla leiki til að ná í stig.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er þaulreynd landsliðskona.vísir/skjáskot Gunnhildur Yrsa: Gott að byrja á sigri „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði landsliðskonan Gunnhildur Yrsa sem gekk til liðs við Val á dögunum eftir 1-0 sigur liðsins á KR í kvöld. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“ Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Fótbolti Íslenski boltinn
KR fékk ríkjandi Íslandsmeistara Vals í heimsókn á Meistaravelli í vesturbæinn í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Sumar KR stefnir í bullandi fallbaráttu á meðan Valur berst við Breiðablik um stóra titilinn. Það mátti því gera ráð fyrir öruggum sigri Vals í kvöld sem varð ekki alveg rauninn þar sem leikurinn endaði með „einungis“ 1-0 sigri gestanna. Valur mætti sterkt til leiks og tóku forystuna á 14. mínútu eftir að fyrirgjöf Hallberu fann Hlíni Eiríksdóttur sem kom boltanum inn af stuttu færi. Valur hafði öll tök á vellinum og lið KR fékk varla að klappa boltanum í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir þessa yfirburði náði Valur ekki að skapa sér mörg opin færi þó þau hafi verið nokkur. Ingibjörg Valgeirsdóttir í marki KR þurfti nokkrum sinnum að beita öllu sínu til að koma í veg fyrir að Valur bætti við marki. Staðan var því bara 1-0 í hálfleik en í þeim seinni héldu yfirburðir Vals áfram en þó með dass af KR sóknum sem fór að fjölga eftir því sem leið á leik. Þórdís Hrönn átti til að mynda rosalegt skot af 30 metra færi sem Sandra í marki Vals rétt náði að blaka yfir. KR náði þó aldrei að setja næga pressu á Val sem uppskar 1-0 sigur í Frostaskjóli og er nú tveimur stigum á eftir Breiðablik sem á þó enn leik til góða. Af hverju vann Valur? Númer eitt, tvö og þrjú er auðvitað gífurlegur gæðamunur á liðunum. Valur er með rosalegt lið og gat auðveldlega viðhaldið stöðugri pressu á lið KR. Valur hélt boltanum vel og gaf liði KR sem lagði líf og sál í leikinn engan tíma til að anda. KR varðist þó frábærlega og getur borið höfuðið hátt að mínu mati. Það var ansi vel gert að halda leiknum í 1-0 og gefa sér möguleika á að ná í jöfnunarmark í restina þó svo að það hafi aldrei komið. Hvað gekk illa? Valur átti boltann í þessum leik en flest færin þeirra komu eftir eitthvað klafs í teignum eftir hornspyrnu. Það kom afskaplega lítið út úr sóknarleik liðsins í opnum leik og á öðrum degi hefði það getað reynst gífurlega dýrkeypt að hafa ekki lokað þessum leik endanlega með öðru marki. Bestu menn vallarins? Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var mjög flott á miðjunni í endurkomu sinni í Pepsi deildina sem og fyrirliði Vals, Hallbera Guðný. Hjá KR var vörnin í aðalhlutverki með Ingibjörgu í markinu gjörsamlega frábær sem og miðvörðurinn Angela Beard. Þórdís Hrönn var einnig mjög góð og var líklegust af KR-ingum til að skora. Hvað gerist næst? Valur mætir nýliðum Þrótt í næsta leik en KR heimsækir Selfoss. Pétur Pétursson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson: Hefðum kannski getað nýtt færin okkar betur Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok með 1-0 sigurinn á KR. „Mér fannst þetta bara vera flottur leikur. Við hefðum kannski getað nýtt færin okkar betur en KR er með gott lið og því erum við sátt með sigurinn í kvöld,“ sagði Pétur og var ekki á því að hann hafi verið eitthvað hræddur um að KR næði að jafna í restina. „Ég hafði það sterkt á tilfinningunni að þær myndu ekki skora þannig ég var frekar rólegur. Fannst vörnin okkar bara mjög stöðug í kvöld.“ Pétur segir sínar stelpur rólegar í kapphlaupinu gegn Breiðablik um titilinn og hennti í gamla góða klisju sem á alltaf vel við í boltanum. „Við tökum einn leik í einu. Næst er það Þróttur sem er gott lið, vel skipulagt með góða leikmenn þannig það verður erfitt verkefni.“ Jóhannes Karl, þjálfari KR.vísir/s2s Jóhannes Karl: Vantaði kannski aðeins meiri kraft í sóknarleikinn okkar „Þetta var hörkuleikur og við vörðumst vel og gáfum sóknarmönnum Vals lítinn tíma en það vantaði kannski aðeins kraft í sóknarleikinn okkar. Það fór mikil orka í varnarvinnuna,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Val. „Við vorum inn í leiknum. 1-0 er alltaf leikur og með smá lukku hefðum við getað náð inn einu marki í lokinn og við náðum að vera inn í leiknum allan leikinn,“ sagði Jóhannes sem var sáttur með leik síns liðs þrátt fyrir tapið. „Valur er rosalega sterkt sóknarlega en hefur ekki jafn gaman af því að verjast þannig við vissum að við ef við værum þétt fyrir þá gætum við strítt þeim eitthvað. En það datt ekki í dag.“ KR mætir Selfossi í næsta leik og þarf nauðsynlega að safna stigum á komandi vikum enda stefnir í harða fallbaráttu í sumar. „Við erum í hörkufallbaráttu og þurfum að mæta í alla leiki til að ná í stig.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er þaulreynd landsliðskona.vísir/skjáskot Gunnhildur Yrsa: Gott að byrja á sigri „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði landsliðskonan Gunnhildur Yrsa sem gekk til liðs við Val á dögunum eftir 1-0 sigur liðsins á KR í kvöld. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti