Æðardúnssöfnun á Íslandi til umfjöllunar hjá Business Insider Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 12:26 Erla Friðriksdóttir safnar æðardúni á eyjum í Breiðafirði. Skjáskot/YouTube Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi. „Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu. Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla. Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram. „Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla. Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni. Stykkishólmur Dýr Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi. „Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu. Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla. Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram. „Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla. Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni.
Stykkishólmur Dýr Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira