Æðardúnssöfnun á Íslandi til umfjöllunar hjá Business Insider Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 12:26 Erla Friðriksdóttir safnar æðardúni á eyjum í Breiðafirði. Skjáskot/YouTube Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi. „Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu. Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla. Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram. „Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla. Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni. Stykkishólmur Dýr Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira
Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi. „Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu. Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla. Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram. „Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla. Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni.
Stykkishólmur Dýr Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira