Sonur Jóns Geralds blæs nýju lífi í Kost Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2020 07:36 Hinn nýi Kostur hefur til sölu bandarískar vörur, líkt og fyrirrennari sinn, en nú aðeins á netinu. SKjáskot/kostur.is Tómas Gerald Sullenberger, kaupsýslumaður og sonur Jóns Geralds Sullenberger, hefur endurreist verslunina Kost, sem faðir hans stofnaði og rak um árabil. Verslunin er aðeins á netinu, ólíkt því sem var í tíð föður hans. Í vikunni var vakin athygli á því að vefsíðan Kostur.is væri opin á ný. Á vefsíðunni eru bandarískar vörur til sölu, allt frá matvöru til snyrtivöru, og boðið upp á heimsendingu. Fyrirtækið Smartco ehf., sem er í eigu Tómasar Geralds, er skráð fyrir vefsíðunni, líkt og DV greindi frá í gær. Rætt er við Tómas Gerald í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir hann að aðrar matvöruverslanir á Íslandi hafi ekki fyllt upp í það skarð sem myndaðist við brotthvarf Kosts. Mikil eftirspurn hafi myndast á markaðnum eftir vörum sem boðið var upp á Kosti. Þessu kveðst Tómas Gerald hafa fylgst vel með eftir að Kostur lokaði og faðir hans flutti til Miami í Bandaríkjunum. Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Kostur opnaði við Dalveg í Kópavogi árið 2009 en henni var lokað síðla árs 2017. Jón Gerald sagði í tilkynningu á sínum tíma að aðstæður rekstrarins hefðu breyst verulega með tilkomu Costco á Íslandi, þar sem hún hafi í mörgum tilvikum boðið upp á sambærilegar vörur. Verslunin var svo tekin til gjaldþrotaskipta árið 2018. Neytendur Verslun Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. 10. janúar 2020 23:07 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Tómas Gerald Sullenberger, kaupsýslumaður og sonur Jóns Geralds Sullenberger, hefur endurreist verslunina Kost, sem faðir hans stofnaði og rak um árabil. Verslunin er aðeins á netinu, ólíkt því sem var í tíð föður hans. Í vikunni var vakin athygli á því að vefsíðan Kostur.is væri opin á ný. Á vefsíðunni eru bandarískar vörur til sölu, allt frá matvöru til snyrtivöru, og boðið upp á heimsendingu. Fyrirtækið Smartco ehf., sem er í eigu Tómasar Geralds, er skráð fyrir vefsíðunni, líkt og DV greindi frá í gær. Rætt er við Tómas Gerald í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir hann að aðrar matvöruverslanir á Íslandi hafi ekki fyllt upp í það skarð sem myndaðist við brotthvarf Kosts. Mikil eftirspurn hafi myndast á markaðnum eftir vörum sem boðið var upp á Kosti. Þessu kveðst Tómas Gerald hafa fylgst vel með eftir að Kostur lokaði og faðir hans flutti til Miami í Bandaríkjunum. Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Kostur opnaði við Dalveg í Kópavogi árið 2009 en henni var lokað síðla árs 2017. Jón Gerald sagði í tilkynningu á sínum tíma að aðstæður rekstrarins hefðu breyst verulega með tilkomu Costco á Íslandi, þar sem hún hafi í mörgum tilvikum boðið upp á sambærilegar vörur. Verslunin var svo tekin til gjaldþrotaskipta árið 2018.
Neytendur Verslun Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. 10. janúar 2020 23:07 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00
Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. 10. janúar 2020 23:07
Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00