Strákarnir sem vita alltaf best! Flosi Eiríksson skrifar 30. janúar 2020 12:00 Það er eitt af einkennunum á umræðu um þjóðfélagsmál í samfélaginu hvernig ákveðin tegund af „hægri strákum“ hefur alltaf, að eigin mati, fram að færa því sem næst óhrekjanleg rök. Sérstaklega er þetta áberandi þegar það kemur að umræðum um kjaramál, jöfnuð, skatta og samhjálp, þá þurfa þeir allir að setjast við takkaborðið eða mæta í útvarp til að segja okkur hinum hvernig þetta sé í raun og veru! Núna eru uppi alls konar lærðar útleggingar um að samningur á milli aðila á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var í vor sé einhvers konar „sáttmáli fyrir þjóðfélagið allt“ og enginn megi hugsa um neitt annað. Í þessu speglast hugarfarið svo vel, strákarnir vita alltaf best, skilja stóra samhengið og búnir að ákveða hvernig haga á öllum hlutum. Þessi þröngu sjónarmið eru svo sett fram í nafni alls kyns samtaka atvinnurekenda sem mikil vísindi og skiptir þá ekki máli hvort það er um lengd grunnskólans, skipulag leikskólastarfs, fyrirkomulag heilbrigðismála eða kjaramál í víðu samhengi. Strákarnir vita alltaf best. Afar lítil viðleitni er til að skynja sláttinn í samfélaginu, reyna að setja sig í spor láglaunafólks um land allt, hlusta á kennara, leikskólakennara, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og svo framvegis. Það þarf aldrei að leita samráðs við það fólk sem ekki er steypt í sama mót og þeir, með svipaðan bakgrunn og sömu sýn á úrlausnarefnin. Þrátt fyrir alla skoðanagleðina og vissuna um að almenningur bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu ,,greiningunum“ um stöðuna, þá hafa þeir afar sjaldan kjark eða dug til að gagnrýna hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, auknar álögur og sjúklingagjöld í velferðarkerfinu og svo framvegis, en ef breyta skal álögum á fyrirtæki, nú eða mögulega ræða veiðigjald á makríl þá eru þeir mættir, strákarnir. Hugarfarið hefur opinberast með óvenju skýrum hætti undanfarina daga. Í umræðum um kjör félaga í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hefur ekki vantað stóru orðin og heimsendaspárnar. Miðað við það allt er eiginlega óskiljanlegt að ekki sé búið að gefa út enn eina „gulu viðvörunina“ . En í öllum þessi flaumi er hvergi talað um kjör láglaunafólks, talað um þann sannleika að ekki er hægt að lifa á þeim, eða reynt að skilja þann grimma veruleika. Kannski er það af því að strákarnir þekkja ekki þann veruleika, á því hafa þeir engan áhuga, þar vita þeir ekki best. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er eitt af einkennunum á umræðu um þjóðfélagsmál í samfélaginu hvernig ákveðin tegund af „hægri strákum“ hefur alltaf, að eigin mati, fram að færa því sem næst óhrekjanleg rök. Sérstaklega er þetta áberandi þegar það kemur að umræðum um kjaramál, jöfnuð, skatta og samhjálp, þá þurfa þeir allir að setjast við takkaborðið eða mæta í útvarp til að segja okkur hinum hvernig þetta sé í raun og veru! Núna eru uppi alls konar lærðar útleggingar um að samningur á milli aðila á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var í vor sé einhvers konar „sáttmáli fyrir þjóðfélagið allt“ og enginn megi hugsa um neitt annað. Í þessu speglast hugarfarið svo vel, strákarnir vita alltaf best, skilja stóra samhengið og búnir að ákveða hvernig haga á öllum hlutum. Þessi þröngu sjónarmið eru svo sett fram í nafni alls kyns samtaka atvinnurekenda sem mikil vísindi og skiptir þá ekki máli hvort það er um lengd grunnskólans, skipulag leikskólastarfs, fyrirkomulag heilbrigðismála eða kjaramál í víðu samhengi. Strákarnir vita alltaf best. Afar lítil viðleitni er til að skynja sláttinn í samfélaginu, reyna að setja sig í spor láglaunafólks um land allt, hlusta á kennara, leikskólakennara, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og svo framvegis. Það þarf aldrei að leita samráðs við það fólk sem ekki er steypt í sama mót og þeir, með svipaðan bakgrunn og sömu sýn á úrlausnarefnin. Þrátt fyrir alla skoðanagleðina og vissuna um að almenningur bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu ,,greiningunum“ um stöðuna, þá hafa þeir afar sjaldan kjark eða dug til að gagnrýna hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, auknar álögur og sjúklingagjöld í velferðarkerfinu og svo framvegis, en ef breyta skal álögum á fyrirtæki, nú eða mögulega ræða veiðigjald á makríl þá eru þeir mættir, strákarnir. Hugarfarið hefur opinberast með óvenju skýrum hætti undanfarina daga. Í umræðum um kjör félaga í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hefur ekki vantað stóru orðin og heimsendaspárnar. Miðað við það allt er eiginlega óskiljanlegt að ekki sé búið að gefa út enn eina „gulu viðvörunina“ . En í öllum þessi flaumi er hvergi talað um kjör láglaunafólks, talað um þann sannleika að ekki er hægt að lifa á þeim, eða reynt að skilja þann grimma veruleika. Kannski er það af því að strákarnir þekkja ekki þann veruleika, á því hafa þeir engan áhuga, þar vita þeir ekki best. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun