Strákarnir sem vita alltaf best! Flosi Eiríksson skrifar 30. janúar 2020 12:00 Það er eitt af einkennunum á umræðu um þjóðfélagsmál í samfélaginu hvernig ákveðin tegund af „hægri strákum“ hefur alltaf, að eigin mati, fram að færa því sem næst óhrekjanleg rök. Sérstaklega er þetta áberandi þegar það kemur að umræðum um kjaramál, jöfnuð, skatta og samhjálp, þá þurfa þeir allir að setjast við takkaborðið eða mæta í útvarp til að segja okkur hinum hvernig þetta sé í raun og veru! Núna eru uppi alls konar lærðar útleggingar um að samningur á milli aðila á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var í vor sé einhvers konar „sáttmáli fyrir þjóðfélagið allt“ og enginn megi hugsa um neitt annað. Í þessu speglast hugarfarið svo vel, strákarnir vita alltaf best, skilja stóra samhengið og búnir að ákveða hvernig haga á öllum hlutum. Þessi þröngu sjónarmið eru svo sett fram í nafni alls kyns samtaka atvinnurekenda sem mikil vísindi og skiptir þá ekki máli hvort það er um lengd grunnskólans, skipulag leikskólastarfs, fyrirkomulag heilbrigðismála eða kjaramál í víðu samhengi. Strákarnir vita alltaf best. Afar lítil viðleitni er til að skynja sláttinn í samfélaginu, reyna að setja sig í spor láglaunafólks um land allt, hlusta á kennara, leikskólakennara, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og svo framvegis. Það þarf aldrei að leita samráðs við það fólk sem ekki er steypt í sama mót og þeir, með svipaðan bakgrunn og sömu sýn á úrlausnarefnin. Þrátt fyrir alla skoðanagleðina og vissuna um að almenningur bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu ,,greiningunum“ um stöðuna, þá hafa þeir afar sjaldan kjark eða dug til að gagnrýna hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, auknar álögur og sjúklingagjöld í velferðarkerfinu og svo framvegis, en ef breyta skal álögum á fyrirtæki, nú eða mögulega ræða veiðigjald á makríl þá eru þeir mættir, strákarnir. Hugarfarið hefur opinberast með óvenju skýrum hætti undanfarina daga. Í umræðum um kjör félaga í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hefur ekki vantað stóru orðin og heimsendaspárnar. Miðað við það allt er eiginlega óskiljanlegt að ekki sé búið að gefa út enn eina „gulu viðvörunina“ . En í öllum þessi flaumi er hvergi talað um kjör láglaunafólks, talað um þann sannleika að ekki er hægt að lifa á þeim, eða reynt að skilja þann grimma veruleika. Kannski er það af því að strákarnir þekkja ekki þann veruleika, á því hafa þeir engan áhuga, þar vita þeir ekki best. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt af einkennunum á umræðu um þjóðfélagsmál í samfélaginu hvernig ákveðin tegund af „hægri strákum“ hefur alltaf, að eigin mati, fram að færa því sem næst óhrekjanleg rök. Sérstaklega er þetta áberandi þegar það kemur að umræðum um kjaramál, jöfnuð, skatta og samhjálp, þá þurfa þeir allir að setjast við takkaborðið eða mæta í útvarp til að segja okkur hinum hvernig þetta sé í raun og veru! Núna eru uppi alls konar lærðar útleggingar um að samningur á milli aðila á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var í vor sé einhvers konar „sáttmáli fyrir þjóðfélagið allt“ og enginn megi hugsa um neitt annað. Í þessu speglast hugarfarið svo vel, strákarnir vita alltaf best, skilja stóra samhengið og búnir að ákveða hvernig haga á öllum hlutum. Þessi þröngu sjónarmið eru svo sett fram í nafni alls kyns samtaka atvinnurekenda sem mikil vísindi og skiptir þá ekki máli hvort það er um lengd grunnskólans, skipulag leikskólastarfs, fyrirkomulag heilbrigðismála eða kjaramál í víðu samhengi. Strákarnir vita alltaf best. Afar lítil viðleitni er til að skynja sláttinn í samfélaginu, reyna að setja sig í spor láglaunafólks um land allt, hlusta á kennara, leikskólakennara, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og svo framvegis. Það þarf aldrei að leita samráðs við það fólk sem ekki er steypt í sama mót og þeir, með svipaðan bakgrunn og sömu sýn á úrlausnarefnin. Þrátt fyrir alla skoðanagleðina og vissuna um að almenningur bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu ,,greiningunum“ um stöðuna, þá hafa þeir afar sjaldan kjark eða dug til að gagnrýna hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, auknar álögur og sjúklingagjöld í velferðarkerfinu og svo framvegis, en ef breyta skal álögum á fyrirtæki, nú eða mögulega ræða veiðigjald á makríl þá eru þeir mættir, strákarnir. Hugarfarið hefur opinberast með óvenju skýrum hætti undanfarina daga. Í umræðum um kjör félaga í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hefur ekki vantað stóru orðin og heimsendaspárnar. Miðað við það allt er eiginlega óskiljanlegt að ekki sé búið að gefa út enn eina „gulu viðvörunina“ . En í öllum þessi flaumi er hvergi talað um kjör láglaunafólks, talað um þann sannleika að ekki er hægt að lifa á þeim, eða reynt að skilja þann grimma veruleika. Kannski er það af því að strákarnir þekkja ekki þann veruleika, á því hafa þeir engan áhuga, þar vita þeir ekki best. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar