Deildu um lögþvingun Erla Björg Gunnarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 30. janúar 2020 20:49 Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. Í gær var þingsályktunartillaga um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga samþykkt á Alþingi. Þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur stjórnarþingmönnum. Í dag setti Inga Sæland málið á dagskrá í óundirbúnum fyrirspurnum. Sagði hún ólýðræðislegt að sveitarfélög fái ekki að stjórna sameiningu sjálf, að hver og einni íbúi eigi að hafa sitt um málið að segja eins og í lýðræðisríki sæmi. Spurði hún ráðherra hvort honum þætti sjálfsagt að lögþvinga sveitarfélag í sameiningu, á þeirri forsendu að þau séu ekki sjálfbær. „En nú þekkjum við lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og geta rekið sig sjálf og kæra sig ekki um sameiningu. Á sama tíma og við erum að horfast í augu við það hér, að það eigi í rauninni að lögþvinga þau í slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland. Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa misskilið málið eins og komið hafi fram í afstöðu þeirra og atkvæðaskýringum í gær. Tillagan sé unnin í nánu samráði við sveitarfélögin og yfir langan tíma. Stór og afgerandi hluti sveitarfélaga hafi stutt tillöguna. Mikilvægt sé að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og geti tekist á við verkefnin sem löggjafinn feli þeim. „Ég tel að þetta sé ekki lögþvingað. Menn hafa talsverðan tíma til þess að koma til móts við þetta og svo í frumvarpssmíðinni verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem koma fram hjá þinginu og birtust í gær,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. Í gær var þingsályktunartillaga um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga samþykkt á Alþingi. Þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur stjórnarþingmönnum. Í dag setti Inga Sæland málið á dagskrá í óundirbúnum fyrirspurnum. Sagði hún ólýðræðislegt að sveitarfélög fái ekki að stjórna sameiningu sjálf, að hver og einni íbúi eigi að hafa sitt um málið að segja eins og í lýðræðisríki sæmi. Spurði hún ráðherra hvort honum þætti sjálfsagt að lögþvinga sveitarfélag í sameiningu, á þeirri forsendu að þau séu ekki sjálfbær. „En nú þekkjum við lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og geta rekið sig sjálf og kæra sig ekki um sameiningu. Á sama tíma og við erum að horfast í augu við það hér, að það eigi í rauninni að lögþvinga þau í slíka aðgerð,“ sagði Inga Sæland. Sigurður Ingi sagði þingmenn hafa misskilið málið eins og komið hafi fram í afstöðu þeirra og atkvæðaskýringum í gær. Tillagan sé unnin í nánu samráði við sveitarfélögin og yfir langan tíma. Stór og afgerandi hluti sveitarfélaga hafi stutt tillöguna. Mikilvægt sé að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og geti tekist á við verkefnin sem löggjafinn feli þeim. „Ég tel að þetta sé ekki lögþvingað. Menn hafa talsverðan tíma til þess að koma til móts við þetta og svo í frumvarpssmíðinni verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem koma fram hjá þinginu og birtust í gær,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira