Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2020 12:06 Mál systranna hefur vakið mikla athygli og er sagt vera skýrt dæmi um erfiða stöðu þeirra kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Vísir/Getty Verjendur þriggja rússneskra systra sem drápu föður sinn segja líklegt að ákæruvaldið muni breyta morðákæru í að um „nauðsynlega sjálfsvörn“ hafi verið að ræða. Ákvörðun saksóknara gæti leitt til þess að málið á hendur Khachaturyan-systrunum verði fellt niður. BBC segir frá þessu. Khachaturyan-systurnar stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og víðar, þar sem margir Rússar hafa hvatt til þess að málið verði fellt niður. Ekki hafi verið um einangrað tilvik varðandi ofbeldi föðurins að ræða og fá úrræði hafi verið í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. BBC segir frá því að rúmlega 350 þúsund manns hafi skrifað undir plagg til stuðnings systrunum og hefur málið mikið verið til umræðu í tengslum við lagabreytingar er varða viðurlög vegna heimilisofbeldis. Er búist við að hert löggjöf taki gildi í Rússlandi síðar á þessu ári. Krestina, Angelina og Maria Khachaturyan hafa átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins. Verjandi systranna segir þær nú dvelja á ólíkum stöðum, vera frjálsar ferða sinna, en að þeim sé meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast. Rússland Tengdar fréttir Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19 Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Verjendur þriggja rússneskra systra sem drápu föður sinn segja líklegt að ákæruvaldið muni breyta morðákæru í að um „nauðsynlega sjálfsvörn“ hafi verið að ræða. Ákvörðun saksóknara gæti leitt til þess að málið á hendur Khachaturyan-systrunum verði fellt niður. BBC segir frá þessu. Khachaturyan-systurnar stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og víðar, þar sem margir Rússar hafa hvatt til þess að málið verði fellt niður. Ekki hafi verið um einangrað tilvik varðandi ofbeldi föðurins að ræða og fá úrræði hafi verið í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. BBC segir frá því að rúmlega 350 þúsund manns hafi skrifað undir plagg til stuðnings systrunum og hefur málið mikið verið til umræðu í tengslum við lagabreytingar er varða viðurlög vegna heimilisofbeldis. Er búist við að hert löggjöf taki gildi í Rússlandi síðar á þessu ári. Krestina, Angelina og Maria Khachaturyan hafa átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins. Verjandi systranna segir þær nú dvelja á ólíkum stöðum, vera frjálsar ferða sinna, en að þeim sé meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast.
Rússland Tengdar fréttir Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19 Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19
Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47