Leeds United tapaði óvænt 0-1 á heimavelli gegn Wigan Athletic og missti því toppsæti ensku B-deildarinnar til West Bromwich Albion sem vann Luton Town 2-0. Jón Daði Böðvarsson lék hálftíma er Millwall gerði markalaust jafntefli gegn Sheffield Wednesday.
Eina markið á Elland Road, heimavelli Leeds United, skoraði Pablo Hernandez, leikmaður Leeds, í síðari hálfleik. Því miður fyrir hann sem og heimaliðið var það í rangt mark.
Tapið þýðir að 2-0 sigur West Bromwich Albion á Luton Town kom lærisveinum Slaven Bilic í toppsæti deildarinnar. Donervon Daniels, leikmaður Luton, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 14. mínútu og í síðari hálfleik bætti Semi Ajayi við marki fyrir heimamenn og þar við sat.
WBA þar af leiðandi komið með 56 stig eftir 30 leiki á meðan Leeds er með 55 stig.
Jón Daði Böðvarsson byrjaði á varamannabekk Millwall í dag en kom inn á þegar 30 mínútur lifðu leiks. Líkt og öðrum leikmönnum vallarins tókst Jóni Daða ekki að þenja netmöskvana en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Millwall er því enn í 9. sæti deildarinnar með 45 stig en Sheffield Wednesday eru í því 11. með 43 stig.
Önnur úrslit
Hull City 1-5 Brentford
Birmingham City 2-1 Nottingham Forest
Charlton Athletic 2-1 Barnsley
Fulham 3-2 Huddersfield Town
Middlesborough 1-1 Blackburn Rovers
Preston North End 1-1 Swansea City
Queens Park Rangers 0-1 Bristol City
Leeds missti toppsætið | Jón Daði spilaði í markalausu jafntefli
