Enski boltinn

Levy var neyddur til að hætta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Levy hefur verið hæstráðandi hjá Tottenham í aldarfjórðung en nú hefur honum verið bolað út.
Daniel Levy hefur verið hæstráðandi hjá Tottenham í aldarfjórðung en nú hefur honum verið bolað út. EPA/NEIL HALL

Tottenham tilkynnti í gær að stjórnarformaðurinn Daniel Levy hefði óvænt sagt starfi sínu lausu hjá Tottenham og væri hættur eftir að hafa verið hæstráðandi hjá félaginu í 25 ár. Nú vita menn meira um það sem gekk á bak við tjöldin.

The Athletic hefur heimildir fyrir því að Levy var í raun neyddur til að hætta störfum.

Hann sjálfur kom því ekki að þessari ákvörðun heldur var hún tekin af eigendum félagsins sem er Lewis fjölskyldan.

Levy var sagt í gær að hann væri á förum. Í stað hans mun Peter Charrington, stjórnarmaður hjá eigendum Tottenham, taka við sem óháður stjórnarformaður.

Vinai Venkatesham verður framkvæmdarstjóri en engar breytingar verða á eignarhaldi félagsins.

Levy sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vera mjög stoltur af uppbyggingunni á félaginu og þakkaði stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki stuðninginn í gegnum árin.

„Ég er virkilega stoltur af samvinnu okkar. Við byggðum heimsklassa lið sem keppir á hæsta getustigi. Ofan á það höfum við byggt upp samfélag,“ sagði Levy í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×