Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 15. ágúst 2020 13:35 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. Óvissan sé þó mikil, t.d. vegna skólahaldsins sem hefst á næstu dögum. Háskóli Íslands, Landlæknir og Landspítalinn hafa vega og vanda af nýja spálíkaninu, sem leit dagsins ljós í gær. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði fer fyrir teyminu á bakvið líkanið. „Við erum að fara hægt af stað, hægari vöxtur en í fyrstu bylgju, og við verðum að horfa stutt fram í tímann og vera vakandi fyrir því hvort við séum að sveigja af þeirri leið,“ segir Thor. Skjótum viðbrögðum að þakka að smitstuðullinn var haminn Samkomuhöft voru innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Vísbendingar séu um að skjótu viðbrögðunum í seinni bylgjunni hafi tekist að hemja smitstuðulinn. „Það tekur kannski viku, tvær, að sjá það þannig að við teljum að það sé allavega að einhverju leiti komið fram núna. Vöxturinn hefði verði jafnvel hraðari hefði þetta verið sett af stað jafnvel nokkrum dögum seinna.“ Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. „Þetta gæti teygst áfram inn í september en þó eru heldur meiri líkur á að þetta fari lækkandi. Ég bara ítreka aftur að óvissan er mikil,“ segir Thor. Skólastarf haustsins sé þannig einn óvissuþátt. „Hvernig geta svona stór tímamörk í okkar lífi haft áhrif inn á hvernig faraldurinn gengur? Við höfum ekki neitt módel fyrir svoleiðis ennþá.“ Þrátt fyrir þróunina síðustu daga segir Thor að smitin séu engu að síður allt of mörg og að enn geti brugðið til beggja vona. Full ástæða sé því til að taka faraldrinum alvarlega. „Það er alltaf þessi möguleiki á að fjöldinn verði miklu meiri. Þetta er alls staðar svona í óvissu, þannig að við verðum bara að vera vel á verði og taka þessu alvarlega,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands Sjö greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 15. ágúst 2020 11:03 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. Óvissan sé þó mikil, t.d. vegna skólahaldsins sem hefst á næstu dögum. Háskóli Íslands, Landlæknir og Landspítalinn hafa vega og vanda af nýja spálíkaninu, sem leit dagsins ljós í gær. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði fer fyrir teyminu á bakvið líkanið. „Við erum að fara hægt af stað, hægari vöxtur en í fyrstu bylgju, og við verðum að horfa stutt fram í tímann og vera vakandi fyrir því hvort við séum að sveigja af þeirri leið,“ segir Thor. Skjótum viðbrögðum að þakka að smitstuðullinn var haminn Samkomuhöft voru innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Vísbendingar séu um að skjótu viðbrögðunum í seinni bylgjunni hafi tekist að hemja smitstuðulinn. „Það tekur kannski viku, tvær, að sjá það þannig að við teljum að það sé allavega að einhverju leiti komið fram núna. Vöxturinn hefði verði jafnvel hraðari hefði þetta verið sett af stað jafnvel nokkrum dögum seinna.“ Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. „Þetta gæti teygst áfram inn í september en þó eru heldur meiri líkur á að þetta fari lækkandi. Ég bara ítreka aftur að óvissan er mikil,“ segir Thor. Skólastarf haustsins sé þannig einn óvissuþátt. „Hvernig geta svona stór tímamörk í okkar lífi haft áhrif inn á hvernig faraldurinn gengur? Við höfum ekki neitt módel fyrir svoleiðis ennþá.“ Þrátt fyrir þróunina síðustu daga segir Thor að smitin séu engu að síður allt of mörg og að enn geti brugðið til beggja vona. Full ástæða sé því til að taka faraldrinum alvarlega. „Það er alltaf þessi möguleiki á að fjöldinn verði miklu meiri. Þetta er alls staðar svona í óvissu, þannig að við verðum bara að vera vel á verði og taka þessu alvarlega,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands Sjö greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 15. ágúst 2020 11:03 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sjö greindust með veiruna innanlands Sjö greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 15. ágúst 2020 11:03
„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26