Það var hiti í spekingum Sky Sports er þeir ræddu leik Liverpool og Manchester United enda nokkrir fyrrum leikmenn liðanna í settinu.
Talið barst að framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, og þar voru spekingarnir ekki sammála.
Jamie Carragher var ekki viss um að Solskjær væri rétti maðurinn en Roy Keane, fyrrum samherji Solskjær hjá United, vill halda honum í starfinu.
„Þú slátraðir Mourinho þegar hann var stjórinn,“ sagði Jamie Carragher áður en Keane svaraði honum:
„Hann þurfti meiri tíma en nú erum við að setja spurningarmerki við Ole því hann er ekki með reynslu. Aðrir hafa öðlast traustið.“
Bloody love football!
— Jamie Carragher (@Carra23) January 19, 2020
pic.twitter.com/2meDvEOGJk
„Það er það sem ég er að segja! Gefið Ole meiri tíma. Hversu lengi er hann búinn að vera í þessu starfi?“
„Chelsea tapaði í gær og eru búnir að tapa átta leikjum en samt eru allir að segja hvað Frank er að gera góða hluti. Kannski er það af því að hann er enskur.“
„Ertu að segja mér að þeir þrír stjórar sem hafa verið á undan Ole viti ekki um hvað leikurinn snýst?“
Þessa athyglisverðu umræðu má sjá hér að ofan.