Plastbitarnir á stærð við mannsnögl Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 10:46 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent