Plastbitarnir á stærð við mannsnögl Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 10:46 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13