Wuhan-veiran komin til Taívan og sex dánir Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 11:37 Öryggisvörður kannar hitastig konu sem er á leið í flug á alþjóðaflugvellinum í Wuhan. AP/Dake Kang Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna. Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar. Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram. Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld. Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum. Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum. Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar. Kína Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna. Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar. Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram. Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld. Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum. Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum. Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar.
Kína Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00
Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01
Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09