Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 12:44 Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum. Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landlæknisembættinu og Matvælastofnun. Fyrstu einkenni byrjuðu 12. janúar og var eitrunin staðfest tæpri viku síðar. Uppruna eitrunarinnar er nú ákaft leitað í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalækni auk sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og rannsóknarstofu Matís. Eitrunarinnar hefur ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Bótulismi er eitrun af völdum Clostridium botulinum, sem er grómyndandi, loftfælin baktería. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömunum sem leitt geta til dauða, að því er segir á vef Landlæknis. Tími frá neyslu mengaðra matvæla til veikinda er stuttur, frá nokkrum klukkustundum til þriggja sólarhringa og helstu einkenni eru hratt vaxandi lamanir. Ekkert bendir þó til þess í yfirstandandi rannsókn að upprunann megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Almennar ráðleggingar við meðhöndlun matvæla frá Landlækni: Forðist bólgnar/gallaðar niðursuðudósir/umbúðir Skolið grænmeti og ávexti fyrir notkun Haldið hráum og elduðum matvælum aðskildum Hitið matvæli nægjanlega mikið og tryggið hraða kælingu ef þeirra er ekki neytt strax Haldið kælivörum við 0–4 °C Fylgið leiðbeiningum og geymsluþolsmerkingum á matvælum Nánari upplýsingar má finna á vef Matvælastofnunar og embættis landlæknis. Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landlæknisembættinu og Matvælastofnun. Fyrstu einkenni byrjuðu 12. janúar og var eitrunin staðfest tæpri viku síðar. Uppruna eitrunarinnar er nú ákaft leitað í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalækni auk sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og rannsóknarstofu Matís. Eitrunarinnar hefur ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Bótulismi er eitrun af völdum Clostridium botulinum, sem er grómyndandi, loftfælin baktería. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömunum sem leitt geta til dauða, að því er segir á vef Landlæknis. Tími frá neyslu mengaðra matvæla til veikinda er stuttur, frá nokkrum klukkustundum til þriggja sólarhringa og helstu einkenni eru hratt vaxandi lamanir. Ekkert bendir þó til þess í yfirstandandi rannsókn að upprunann megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Almennar ráðleggingar við meðhöndlun matvæla frá Landlækni: Forðist bólgnar/gallaðar niðursuðudósir/umbúðir Skolið grænmeti og ávexti fyrir notkun Haldið hráum og elduðum matvælum aðskildum Hitið matvæli nægjanlega mikið og tryggið hraða kælingu ef þeirra er ekki neytt strax Haldið kælivörum við 0–4 °C Fylgið leiðbeiningum og geymsluþolsmerkingum á matvælum Nánari upplýsingar má finna á vef Matvælastofnunar og embættis landlæknis.
Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira