Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 14:45 Donald Trump talaði í hálftíma í Davos. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“ Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“
Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50