Hyggjast stofna starfshóp um ræktun iðnaðarhamps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:32 Ráðherrarnir tveir hafa rætt málið sín á milli og vonast til að geta myndað starfshóp í þessari viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur. Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur.
Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira