Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 20:00 Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira