Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 23:22 Bezos (t.v.) og Salman krónprins (t.h.) virðast hafa spjallað á samskiptaforritinu Whatsapp í maí árið 2018. Myndband sem var sent úr númeri sem Salman hefur notað er talið hafa innihaldið spilliforrit. Vísir/EPA/samsett Skilaboðum sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sendi Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, árið 2018 fylgdi spilliforrit sem var notað til að stela gögnum á síma Bezos. Milljarðamæringurinn skildi við eiginkonu sína til magra ára í fyrra í kjölfar þess að bandarískt götublað sagði frá framhjáhaldi Bezos og byggði á gögnum og myndum úr síma hans. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að talið sé að það hafi verið myndbandsskrá sem send var úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði til Bezos sem hafi innihaldið spilliforritið. Þeir virðast hafa átt í vinalegum samskiptum á forritinu 1. maí árið 2018. Blaðið segir að innan nokkurra klukkustunda hafi miklu magni gagna verið stolið úr síma Bezos. Ekki liggi þó fyrir hvaða gögn voru tekin né til hvers þau voru síðar notuð. Sádar hafa neitað því að hafa komið nálægt innbrotinu í síma Bezos. Ekki er ljóst hvort að innbrot Sáda hafi verið uppruni gagna úr síma Bezos sem National Enquierer, bandarískt götublað sem er hliðhollt Donald Trump Bandaríkjaforseta, komst yfir í fyrra. Blaðið birti umfjöllun um einkalíf Bezos, þar á meðal nektarmyndir sem hann sendi hjákonu sinni. Trump forseti hefur ítrekað ausið fúkyrðum yfir Bezos þegar Washington Post, sem Bezos á, birtir umfjöllun sem forsetanum mislíkar. Rannsakandi á vegum Bezos sakaði Sáda á sínum tíma um að hafa staðið að innbrotinu og sagðist hafa sent lögregluyfirvöldum sönnunargögn. Hann upplýsti þó ekki hvernig brotist var inn í síma Bezos þá. Hélt hann því fram að Salman krónprins væri vel til vina við David Pecker, forstjóra útgáfufélags National Enquierer. Pecker er sagður hafa ítrekað beitt fjölmiðlum sínum til að hjálpa Trump forseta, meðal annars til að þagga niður ásakanir kvenna um að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Salman krónprins hefur undanfarin misseri reynt að lappa upp á ímynd íhaldssama konungsríkisins á vesturlöndum. Undan þeirri viðleitni hans fjaraði þegar Sádar myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem hafð verið í útlegð í Bandaríkjunum, á ræðisskrifstofu í Tyrklandi í október árið 2018. Bandaríska leyniþjónustuna telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið en því hafa Sádar hafnað. Sérfræðingur í málefnum Sádi-Arabíu og andspyrnufólk sem The Guardian ræddi við segjast telja að Salman hafi beint spjótum sínum að Bezos vegna þess að hann er eigandi Washington Post og umfjöllunar blaðsins um Sádi-Arabíu. Khashoggi skrifaði pistla í blaðið sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu. Amazon Bandaríkin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Skilaboðum sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sendi Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, árið 2018 fylgdi spilliforrit sem var notað til að stela gögnum á síma Bezos. Milljarðamæringurinn skildi við eiginkonu sína til magra ára í fyrra í kjölfar þess að bandarískt götublað sagði frá framhjáhaldi Bezos og byggði á gögnum og myndum úr síma hans. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að talið sé að það hafi verið myndbandsskrá sem send var úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði til Bezos sem hafi innihaldið spilliforritið. Þeir virðast hafa átt í vinalegum samskiptum á forritinu 1. maí árið 2018. Blaðið segir að innan nokkurra klukkustunda hafi miklu magni gagna verið stolið úr síma Bezos. Ekki liggi þó fyrir hvaða gögn voru tekin né til hvers þau voru síðar notuð. Sádar hafa neitað því að hafa komið nálægt innbrotinu í síma Bezos. Ekki er ljóst hvort að innbrot Sáda hafi verið uppruni gagna úr síma Bezos sem National Enquierer, bandarískt götublað sem er hliðhollt Donald Trump Bandaríkjaforseta, komst yfir í fyrra. Blaðið birti umfjöllun um einkalíf Bezos, þar á meðal nektarmyndir sem hann sendi hjákonu sinni. Trump forseti hefur ítrekað ausið fúkyrðum yfir Bezos þegar Washington Post, sem Bezos á, birtir umfjöllun sem forsetanum mislíkar. Rannsakandi á vegum Bezos sakaði Sáda á sínum tíma um að hafa staðið að innbrotinu og sagðist hafa sent lögregluyfirvöldum sönnunargögn. Hann upplýsti þó ekki hvernig brotist var inn í síma Bezos þá. Hélt hann því fram að Salman krónprins væri vel til vina við David Pecker, forstjóra útgáfufélags National Enquierer. Pecker er sagður hafa ítrekað beitt fjölmiðlum sínum til að hjálpa Trump forseta, meðal annars til að þagga niður ásakanir kvenna um að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Salman krónprins hefur undanfarin misseri reynt að lappa upp á ímynd íhaldssama konungsríkisins á vesturlöndum. Undan þeirri viðleitni hans fjaraði þegar Sádar myrtu Jamal Khashoggi, blaðamann sem hafð verið í útlegð í Bandaríkjunum, á ræðisskrifstofu í Tyrklandi í október árið 2018. Bandaríska leyniþjónustuna telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið en því hafa Sádar hafnað. Sérfræðingur í málefnum Sádi-Arabíu og andspyrnufólk sem The Guardian ræddi við segjast telja að Salman hafi beint spjótum sínum að Bezos vegna þess að hann er eigandi Washington Post og umfjöllunar blaðsins um Sádi-Arabíu. Khashoggi skrifaði pistla í blaðið sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu.
Amazon Bandaríkin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos telur að umfjöllun Washington Post, sem Bezos á, um morðið á Jamal Khashoggi hafi verið ástæða þess að Sádar hafi stolið einkaskilaboðum hans og komið til slúðurblaðs. 31. mars 2019 07:51
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52