Ræktum meira grænmeti á Íslandi! Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 22. janúar 2020 14:00 Skapast hefur hefð fyrir því að halda málþing í Veganúar um hin ýmsu málefni tengd veganisma. Að þessu sinni verður fjallað um stöðu grænmetisræktar á Íslandi með tilliti til sjálfbærni og nýsköpunar. Málefnið varðar ekki einungis hagsmuni grænkera, heldur samfélagsins í heild. Grænmeti er hollt fyrir fólk og mikilvægt er að efla grænmetisrækt á landinu. Embætti Landlæknis hefur hvatt til þess að fólk í landinu borði meira grænmeti og allar helstu alþjóðastofnanir á sviði heilsu og næringar mæla með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis til að sporna við lífstílssjúkdómum. Með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, matvælaöryggis og heilsufars fólks í landinu þá ættum við sannarlega að vera að spá í þessum málum. Ef við viljum stuðla að sjálfbæru samfélagi, þá viljum við auðvitað geta fengið sem flest matvæli úr nærumhverfinu. Þótt margt sé nú þegar vel gert þá getum við á Íslandi gert margt betur þegar kemur að grænmetisrækt. Ein af dýrmætustu auðlindum okkar er jarðvarminn og hann mætti mögulega nota meira til grænmetisræktar meira en þegar er gert. Þá er mikilvægt að skoða hvort ekki sé hægt að leyfa grænmetisræktendum að njóta sambærilegra afsláttarkjara af rafmagni og stóriðjan fær. Á Íslandi er einna helst stutt við framleiðslu þrennskonar grænmetis á Íslandi; papriku, gúrku og tómatarækt. Ef það væri eina grænmetið sem ég borðaði þá er nokkuð ljóst að máltíðirnar mínar væru langt frá því að vera girnilegar og hvað þá næringarríkar. Það eru sannarlega til fleiri hollar tegundir grænmetis sem auðvelt er að rækta hér á landi. Er ekki kominn tími til þess að taka loksins skrefið og stuðla að almennt aukinni grænmetisrækt á Íslandi? Í miklu meira magni og óháð tegundum? Eftirspurn grænkerafæðis hefur aukist gífurlega ef marka má breytingar á vöruúrvali í matvörubúðum á Íslandi síðastliðin ár. Nýsköpun á sviðinu hefur verið töluverð erlendis. Á þessu sviði eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, sem íslenskir matvælaframleiðendur eru margir hverjir farnir að átta sig á – og vonandi fjölgar þeim enn meir. Til þess að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn efna Samtök grænkera á Íslandi og Landvernd til málþings sem fer fram á Hallveigarstöðum á morgun, fimmtudag kl. 20:00. Höfum við fengið ýmsa sérfræðinga með okkur í þeim tilgangi að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn og hvað mætti betur fara. Á málþinginu fá gestir að heyra reynslusögur grænmetisbænda, sýn ráðuneyta, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn ásamt stefnu ólíkra stjórnmálaflokka. Ég hvet áhugasama til að mæta. Vonandi verður málþingið til þess að skapa meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Landbúnaður Vegan Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Skapast hefur hefð fyrir því að halda málþing í Veganúar um hin ýmsu málefni tengd veganisma. Að þessu sinni verður fjallað um stöðu grænmetisræktar á Íslandi með tilliti til sjálfbærni og nýsköpunar. Málefnið varðar ekki einungis hagsmuni grænkera, heldur samfélagsins í heild. Grænmeti er hollt fyrir fólk og mikilvægt er að efla grænmetisrækt á landinu. Embætti Landlæknis hefur hvatt til þess að fólk í landinu borði meira grænmeti og allar helstu alþjóðastofnanir á sviði heilsu og næringar mæla með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis til að sporna við lífstílssjúkdómum. Með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, matvælaöryggis og heilsufars fólks í landinu þá ættum við sannarlega að vera að spá í þessum málum. Ef við viljum stuðla að sjálfbæru samfélagi, þá viljum við auðvitað geta fengið sem flest matvæli úr nærumhverfinu. Þótt margt sé nú þegar vel gert þá getum við á Íslandi gert margt betur þegar kemur að grænmetisrækt. Ein af dýrmætustu auðlindum okkar er jarðvarminn og hann mætti mögulega nota meira til grænmetisræktar meira en þegar er gert. Þá er mikilvægt að skoða hvort ekki sé hægt að leyfa grænmetisræktendum að njóta sambærilegra afsláttarkjara af rafmagni og stóriðjan fær. Á Íslandi er einna helst stutt við framleiðslu þrennskonar grænmetis á Íslandi; papriku, gúrku og tómatarækt. Ef það væri eina grænmetið sem ég borðaði þá er nokkuð ljóst að máltíðirnar mínar væru langt frá því að vera girnilegar og hvað þá næringarríkar. Það eru sannarlega til fleiri hollar tegundir grænmetis sem auðvelt er að rækta hér á landi. Er ekki kominn tími til þess að taka loksins skrefið og stuðla að almennt aukinni grænmetisrækt á Íslandi? Í miklu meira magni og óháð tegundum? Eftirspurn grænkerafæðis hefur aukist gífurlega ef marka má breytingar á vöruúrvali í matvörubúðum á Íslandi síðastliðin ár. Nýsköpun á sviðinu hefur verið töluverð erlendis. Á þessu sviði eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, sem íslenskir matvælaframleiðendur eru margir hverjir farnir að átta sig á – og vonandi fjölgar þeim enn meir. Til þess að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn efna Samtök grænkera á Íslandi og Landvernd til málþings sem fer fram á Hallveigarstöðum á morgun, fimmtudag kl. 20:00. Höfum við fengið ýmsa sérfræðinga með okkur í þeim tilgangi að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn og hvað mætti betur fara. Á málþinginu fá gestir að heyra reynslusögur grænmetisbænda, sýn ráðuneyta, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn ásamt stefnu ólíkra stjórnmálaflokka. Ég hvet áhugasama til að mæta. Vonandi verður málþingið til þess að skapa meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar