Hættir sem formaður kúabænda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2020 17:15 Arnar Árnason, sem hefur ákveðið að hætta sem formaður Landssambands kúabænda. Landssamband kúabænda Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 27.-28. mars nk. Þessu greindi hann frá á stjórnarfundi nýlega. Arnar hefur setið sem formaður frá aðalfundi samtakanna árið 2016 og er því að ljúka sínu fjórða ári í embætti. „Það var töluvert krefjandi verkefni að taka við formennsku í LK á þessum tíma. Stjórnin hætti öll á sama tíma auk framkvæmdastjóra stuttu seinna. Ný stjórn renndi því nokkð blint í sjóinn hvað varðar rekstur á samtökunum okkar. Það kom hins vegar skemmtilega á óvart hvað starfsemi LK er viðamikil og verkefnin áhugaverð og hvað við eigum öflug samtök þegar kemur að hagsmunagæslu. Ég held að margir sem ekki hafa komið að starfseminni átti sig á hve viðamikil sú vinna er og hve víða við eigum fulltrúa til að gæta hagsmuna okkar kúabænda.“ segir Arnar. Stærstur hluti tímans undanfarið ár hefur farið í endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar en þar var snúið frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 2016, að afnema framleiðslustýringu í formi kvótakerfis. Var það m.a. óánægja vegna þeirrar stefnu sem Arnar gaf kost á sér til formennsku á þeim tíma. „Verkefninu sem ég tók að mér er lokið, þ.e. að tryggja það í endurskoðun samningsins um starfsskilyrði okkar að framleiðslustýring yrði ekki lögð niður í þeirri mynd eins og við þekkjum hana. Endurskoðaður samningur liggur fyrir og reglugerðasmíð í kringum hann er lokið", bætir Arnar við. Ljóst er að kosinn verður nýr formaður LK á næsta aðalfundi sem fer fram á Hótel Sögu dagana 27.-28. mars nk. Allir félagsmenn eru í kjöri.Landssamband kúabænda Verkefnin framundan Að mati Arnars eru krefjandi en þó skemmtilegir tímar framundan í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Umræðan um umhverfis- og loftslagsmál er áberandi og þar muni kúabændur ekki láta sitt eftir liggja. „Við höfum látið greina kolefnislosun nautgriparæktarinnar á Íslandi og verður sú skýrsla kynnt á næstu vikum. Í þessum málaflokki liggja líklega okkar stærstu áskoranir sem bænda. Þar tel ég að áherslan á heimaræktað fóður komi til með að skipta hvað mestu máli fyrir okkur. „Ég þakka stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og félagsmönnum um land allt fyrir gott og gefandi samstarf á þessum tíma. Saman höfum við áorkað miklu. Ég geng stoltur og þakklátur frá borði og óska verðandi formanni og stjórn velfarnaðar í öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem framundan eru.“ segir Arnar ennfremur. Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 27.-28. mars nk. Þessu greindi hann frá á stjórnarfundi nýlega. Arnar hefur setið sem formaður frá aðalfundi samtakanna árið 2016 og er því að ljúka sínu fjórða ári í embætti. „Það var töluvert krefjandi verkefni að taka við formennsku í LK á þessum tíma. Stjórnin hætti öll á sama tíma auk framkvæmdastjóra stuttu seinna. Ný stjórn renndi því nokkð blint í sjóinn hvað varðar rekstur á samtökunum okkar. Það kom hins vegar skemmtilega á óvart hvað starfsemi LK er viðamikil og verkefnin áhugaverð og hvað við eigum öflug samtök þegar kemur að hagsmunagæslu. Ég held að margir sem ekki hafa komið að starfseminni átti sig á hve viðamikil sú vinna er og hve víða við eigum fulltrúa til að gæta hagsmuna okkar kúabænda.“ segir Arnar. Stærstur hluti tímans undanfarið ár hefur farið í endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar en þar var snúið frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 2016, að afnema framleiðslustýringu í formi kvótakerfis. Var það m.a. óánægja vegna þeirrar stefnu sem Arnar gaf kost á sér til formennsku á þeim tíma. „Verkefninu sem ég tók að mér er lokið, þ.e. að tryggja það í endurskoðun samningsins um starfsskilyrði okkar að framleiðslustýring yrði ekki lögð niður í þeirri mynd eins og við þekkjum hana. Endurskoðaður samningur liggur fyrir og reglugerðasmíð í kringum hann er lokið", bætir Arnar við. Ljóst er að kosinn verður nýr formaður LK á næsta aðalfundi sem fer fram á Hótel Sögu dagana 27.-28. mars nk. Allir félagsmenn eru í kjöri.Landssamband kúabænda Verkefnin framundan Að mati Arnars eru krefjandi en þó skemmtilegir tímar framundan í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Umræðan um umhverfis- og loftslagsmál er áberandi og þar muni kúabændur ekki láta sitt eftir liggja. „Við höfum látið greina kolefnislosun nautgriparæktarinnar á Íslandi og verður sú skýrsla kynnt á næstu vikum. Í þessum málaflokki liggja líklega okkar stærstu áskoranir sem bænda. Þar tel ég að áherslan á heimaræktað fóður komi til með að skipta hvað mestu máli fyrir okkur. „Ég þakka stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og félagsmönnum um land allt fyrir gott og gefandi samstarf á þessum tíma. Saman höfum við áorkað miklu. Ég geng stoltur og þakklátur frá borði og óska verðandi formanni og stjórn velfarnaðar í öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem framundan eru.“ segir Arnar ennfremur.
Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira