Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Kjartan Kjartansson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. janúar 2020 18:07 Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Stöð 2 Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) eru til skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Sorpu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem birt var í dag. Skýrslan var unnin að beiðni stjórnar Sorpu, en Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar var einnig falið að gera úttekt á stjórnarháttum félagsins. Stjórn Sorpu fékk skýrsluna í hendurnar þann 30. desember síðastliðinn. Þann sama dag fékk Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, eintak af skýrslunni í sínar hendur. Þann 6. janúar var honum í kjölfarið gefinn frestur til að koma andmælum sínum og athugasemdum á framfæri við stjórn félagsins.Sjá einnig: 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Úttekt Innra eftirlits var tekin til efnislegrar meðferðar á fundi stjórnar í dag, og í kjölfarið birt á vef Sorpu. Á stjórnarfundinum í dag var samþykkt að „afþakka vinnuframlag framkvæmdastjóra félagsins á meðan mál hans er til meðferðar innan stjórnar.“ Í tilkynningunni sem stjórn Sorpu sendi frá sér kemur fram að stjórnin muni á næstu mánuðum rýna nánar í efni úttektarinnar og leita leiða til að efla yfirsýn stjórnarhætti og eftirlitsþætti félagsins í samráði við eigendur sína, en Sorpa er rekin sem byggðasamlag í eigu Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að forsvarsmenn félagsins muni ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða frekari viðbrögð við henni fyrr en andmælafrestur Björns rennur út, og stjórninni hefur gefist tækifæri til að gaumgæfa viðbrögð hans. Frá stjórnarfundi Sorpu í dag.Vísir/Frikki Stjórnin ekki upplýst um nýja áætlun Innri endurskoðunin taldi að alvarlegur misbrestur hefði orðið á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar SORPU þegar verkfræðistofan Mannvit lagði fram nýja áætlun aðeins mánuði eftir að fimm ára áætlun SORPU var samþykkt af stjórn í október árið 2018. Hún var hálfum milljarði hærri en stjórnin hafði ráðgert. Stjórnin var aldrei upplýst um nýju áætlunina og ekki var fjallað um hana í stjórninni. Taldi endurskoðunin að framkvæmdastjóranum hafi borið að leggja áætlunina fyrir stjórnina svo hún gæti ákveðið hvort þörf væri að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun. Kostnaðaráætlanir vegna GAJA reyndust vanmetnar og framsetning þeirra byggði ekki á viðurkenndum viðmiðum og verkferlum, að mati endurskoðunarinnar. Útreikningar endurskoðunarinnar benda til þess að frávik frá grunnáætlunum á ákvörðunarstigi verði yfir 50% þegar GAJA verður tekin í notkun. Innri endurskoðunin gagnrýnir jafnframt að framvinduskýrslur framkvæmdastjórans til stjórnar vegna framkvæmdarinnar hafi verið ómarkvissar og stundum með röngum upplýsingum. Stýrihópur eigendavettvangs og rýnihópur stjórnar SORPU hafi reynst lítt virkir og það hafi haft veruleg áhrif á möguleika þeirra til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Telur innri endurskoðunin sérstaklega óheppilegt hversu ábótavant upplýsingagjöf framkvæmdastjórans var í ljósi reynsluleysi nýrra fulltrúa sem voru skipaðir í stjórn SORPU eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018. Framkvæmdastjórinn sagði að hvorki stjórnarformaður né aðrir stjórnarmenn hefðu haft frumkvæði að því að afla upplýsinga um heildarkostnað á hverjum tíma til að bera saman við áætlanir. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, segir tækifæri felast í innihaldi skýrslunnar, þrátt fyrir að hún sé vissulega áfellisdómur.Vísir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, ítrekaði í viðtali við Stöð 2 í kvöld, að stjórn félagsins hygðist að svo stöddu ekki tjá sig efnislega um efni skýrslunnar. „Almennt má segja að það hafi verið mikil frávik í áætlanagerð og eftirliti og yfirsýn með framkvæmdinni og ég held að þessi skýrsla, þó að hún sé vissulega áfellisdómur, þá séu mikil tækifæri og ábendingar sem í henni felast,“ sagði Birkir. Hann vilji skoða málið í víðara samhengi, horfa til samlagsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni og skoða þannig hvort hægt sé að koma á fót skilvirkara fyrirkomulagi en nú er, á grundvelli skýrslunnar. „Hugsanlega með einhverskonar samlegðaráhrifum í áætlanagerð, bókhaldi og fleira mætti nefna.“ Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) eru til skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Sorpu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem birt var í dag. Skýrslan var unnin að beiðni stjórnar Sorpu, en Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar var einnig falið að gera úttekt á stjórnarháttum félagsins. Stjórn Sorpu fékk skýrsluna í hendurnar þann 30. desember síðastliðinn. Þann sama dag fékk Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, eintak af skýrslunni í sínar hendur. Þann 6. janúar var honum í kjölfarið gefinn frestur til að koma andmælum sínum og athugasemdum á framfæri við stjórn félagsins.Sjá einnig: 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Úttekt Innra eftirlits var tekin til efnislegrar meðferðar á fundi stjórnar í dag, og í kjölfarið birt á vef Sorpu. Á stjórnarfundinum í dag var samþykkt að „afþakka vinnuframlag framkvæmdastjóra félagsins á meðan mál hans er til meðferðar innan stjórnar.“ Í tilkynningunni sem stjórn Sorpu sendi frá sér kemur fram að stjórnin muni á næstu mánuðum rýna nánar í efni úttektarinnar og leita leiða til að efla yfirsýn stjórnarhætti og eftirlitsþætti félagsins í samráði við eigendur sína, en Sorpa er rekin sem byggðasamlag í eigu Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að forsvarsmenn félagsins muni ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða frekari viðbrögð við henni fyrr en andmælafrestur Björns rennur út, og stjórninni hefur gefist tækifæri til að gaumgæfa viðbrögð hans. Frá stjórnarfundi Sorpu í dag.Vísir/Frikki Stjórnin ekki upplýst um nýja áætlun Innri endurskoðunin taldi að alvarlegur misbrestur hefði orðið á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar SORPU þegar verkfræðistofan Mannvit lagði fram nýja áætlun aðeins mánuði eftir að fimm ára áætlun SORPU var samþykkt af stjórn í október árið 2018. Hún var hálfum milljarði hærri en stjórnin hafði ráðgert. Stjórnin var aldrei upplýst um nýju áætlunina og ekki var fjallað um hana í stjórninni. Taldi endurskoðunin að framkvæmdastjóranum hafi borið að leggja áætlunina fyrir stjórnina svo hún gæti ákveðið hvort þörf væri að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun. Kostnaðaráætlanir vegna GAJA reyndust vanmetnar og framsetning þeirra byggði ekki á viðurkenndum viðmiðum og verkferlum, að mati endurskoðunarinnar. Útreikningar endurskoðunarinnar benda til þess að frávik frá grunnáætlunum á ákvörðunarstigi verði yfir 50% þegar GAJA verður tekin í notkun. Innri endurskoðunin gagnrýnir jafnframt að framvinduskýrslur framkvæmdastjórans til stjórnar vegna framkvæmdarinnar hafi verið ómarkvissar og stundum með röngum upplýsingum. Stýrihópur eigendavettvangs og rýnihópur stjórnar SORPU hafi reynst lítt virkir og það hafi haft veruleg áhrif á möguleika þeirra til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Telur innri endurskoðunin sérstaklega óheppilegt hversu ábótavant upplýsingagjöf framkvæmdastjórans var í ljósi reynsluleysi nýrra fulltrúa sem voru skipaðir í stjórn SORPU eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018. Framkvæmdastjórinn sagði að hvorki stjórnarformaður né aðrir stjórnarmenn hefðu haft frumkvæði að því að afla upplýsinga um heildarkostnað á hverjum tíma til að bera saman við áætlanir. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, segir tækifæri felast í innihaldi skýrslunnar, þrátt fyrir að hún sé vissulega áfellisdómur.Vísir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, ítrekaði í viðtali við Stöð 2 í kvöld, að stjórn félagsins hygðist að svo stöddu ekki tjá sig efnislega um efni skýrslunnar. „Almennt má segja að það hafi verið mikil frávik í áætlanagerð og eftirliti og yfirsýn með framkvæmdinni og ég held að þessi skýrsla, þó að hún sé vissulega áfellisdómur, þá séu mikil tækifæri og ábendingar sem í henni felast,“ sagði Birkir. Hann vilji skoða málið í víðara samhengi, horfa til samlagsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni og skoða þannig hvort hægt sé að koma á fót skilvirkara fyrirkomulagi en nú er, á grundvelli skýrslunnar. „Hugsanlega með einhverskonar samlegðaráhrifum í áætlanagerð, bókhaldi og fleira mætti nefna.“
Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00
Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00
Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34