Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 11:59 Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. AP/Aleksey Nikolskyi Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. Umræðan um stjórnarskrárbreytingarnar tók tvær klukkustundir. Allir 432 þingmenn Dúmunnar greiddu atkvæði með breytingunum, sem sérfræðingar segja ætlað að tryggja að Pútín haldi völdum sínum eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lent úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Breytingarnar sem Pútín hefur lagt til fela meðal annars í sér að völd ríkisráðs Rússlands verði aukin til muna. Þar sitja ríkisstjórnar og aðrir embættismenn og samkvæmt tillögunum á ráðið að ákveða stefnumál Rússlands varðandi bæði utanríkismál og innanríkismál. Hlutverk ráðsins verður þó ítrekað frekar í öðrum lögum. Einnig eigi þingið að geta skipað forsætisráðherra og aðra ráðherra og breytingar fela þar að auki í sér að lög Rússlands séu æðri alþjóðalögum. Þar sem forseti má ekki sitja í embætti lengur en tvö kjörtímabil telja sérfræðingar að Pútín ætli sér mögulega að taka við stjórn ríkisráðsins og stjórna Rússlandi þannig áfram. Stjórnarskrárbreytingarnar fela einnig í sér að forsetum verði alfarið meinað að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil, samfleytt eða ekki. Áætlað er að seinni umræðan fari fram þann 11. febrúar. Þingmenn og sérstök nefnd sem Pútín skipaði, hafa þegar stungið upp á ýmsum viðbótum við frumvarpsdrögin sem samþykkt voru í morgun. Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. Umræðan um stjórnarskrárbreytingarnar tók tvær klukkustundir. Allir 432 þingmenn Dúmunnar greiddu atkvæði með breytingunum, sem sérfræðingar segja ætlað að tryggja að Pútín haldi völdum sínum eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lent úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Breytingarnar sem Pútín hefur lagt til fela meðal annars í sér að völd ríkisráðs Rússlands verði aukin til muna. Þar sitja ríkisstjórnar og aðrir embættismenn og samkvæmt tillögunum á ráðið að ákveða stefnumál Rússlands varðandi bæði utanríkismál og innanríkismál. Hlutverk ráðsins verður þó ítrekað frekar í öðrum lögum. Einnig eigi þingið að geta skipað forsætisráðherra og aðra ráðherra og breytingar fela þar að auki í sér að lög Rússlands séu æðri alþjóðalögum. Þar sem forseti má ekki sitja í embætti lengur en tvö kjörtímabil telja sérfræðingar að Pútín ætli sér mögulega að taka við stjórn ríkisráðsins og stjórna Rússlandi þannig áfram. Stjórnarskrárbreytingarnar fela einnig í sér að forsetum verði alfarið meinað að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil, samfleytt eða ekki. Áætlað er að seinni umræðan fari fram þann 11. febrúar. Þingmenn og sérstök nefnd sem Pútín skipaði, hafa þegar stungið upp á ýmsum viðbótum við frumvarpsdrögin sem samþykkt voru í morgun.
Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45
Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59
Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent