Heimiliskötturinn var við dauðans dyr eftir áverka sem taldir eru af mannavöldum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:35 Tiffany kom heim útötuð blóði. Síðar kom í ljós að það lak úr tungu hennar. Aðsend Talið er að alvarlegir áverkar heimiliskattar á Sólvallagötu í Vesturbæ séu af mannavöldum. Kötturinn missti fjórar tennur við þungt högg í andlitið, mögulega spark, og missti einnig mikið blóð. Eigandi kisu segir hana hafa verið nær dauða en lífi, þó hún sé nú að braggast, og hefur íhugað að tilkynna málið til lögreglu. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi læðunnar Tiffany, vakti fyrst athygli á atvikinu inni á Facebook-hóp Vesturbæinga nú í vikunni, fyrst og fremst til að óska eftir vitnum ef einhver væru, og færslan vakti mikil viðbrögð. Fjöldi fólks hefur deilt henni og þá keppast Vesturbæingar við að senda Tiffany batakveðjur í athugasemdum. Fossaði úr henni blóðið Sesselja lýsir atburðarásinni í samtali við Vísi. Tiffany kom heim síðdegis á föstudag. Sonur Sesselju, sem er einn helsti vinur kisu, tók á móti henni en þegar hann hófst handa við að klappa henni tóku þau mæðginin eftir því að ekki var allt með felldu. „Það heyrðist skrýtið hljóð í henni og þá var eins og það væri eitthvað í munninum á henni. Og svo auðvitað fossaði blóð út úr henni,“ segir Sesselja. Þau hringdu strax á dýralæknavaktina og brunuðu svo með hana upp í Mosfellsbæ. Sesselja segir að hún hafi fyrst ályktað sem svo að Tiffany hefði orðið fyrir bíl eða dottið og meitt sig. Þungt spark eða högg Dýralæknir í Mosfellsbæ sem tók við Tiffany er hins vegar á öðru máli og telur líklegast að áverkarnir séu af mannavöldum. Tiffany var svæfð og úr henni teknar þrjár tennur. Fjórða tönnin, jaxl, datt hins vegar úr með rótum. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi Tiffany.Aðsend „Og okkur fannst það auðvitað mjög spes. Svo var saumað fyrir tvo tveggja sentímetra langa skurði á tungunni, tennurnar höfðu skorist í hana. Allt blóðið var úr tungunni og hún missti alveg rosalega mikið blóð,“ segir Sesselja. „Auðvitað veit maður ekkert hvað gerðist en þetta eru mjög miklir áverkar í andliti. Dýralæknirinn var á því að þetta væri ekki eftir bílslys, fall eða slagsmál. Henni fannst líklegast að þetta væri af mannavöldum, þungt spark eða högg, af því að þetta var þetta staðbundið.“ Nær dauða en lífi Sesselja fór með Tiffany heim eftir svæfinguna þar sem hún byrjaði að jafna sig. Fljótlega byrjaði kisu þó að hraka verulega og um nóttina var vart lífsmark með henni. Snemma um morguninn byrjaði hún svo að taka skjálftaköst. „Tungan lafði út og hún var alveg ísköld, allt hold orðið hvítt; tannholdið, trýnið og þófarnir. Ég setti þvottapoka við tunguna því hún var orðin þurr, hitateppi undir Tiffany og hitateppi ofan á hana. Svo var vakað yfir henni um nóttina.“ Tiffany eins og hún á að sér að vera.Aðsend Sesselja segir að áverkarnir hafi að öllum líkindum verið meiri en upphaflega var talið og hefur eftir dýralækninum að ef til vill hafi myndast gúlpur í höfðinu sem svo sprakk. Dýralæknirinn hafi jafnframt talið afar ólíklegt að Tiffany lifði nóttina af. „Ég talaði við hana klukkan 9 um morguninn og það fyrsta sem hún sagði var: Er hún dáin?“ En Tiffany þraukaði og er nú öll að braggast, að sögn Sesselju. Hún fékk sýkla- og verkjalyf, auk þess sem hún fær sérstakan mat fyrir veika ketti. „Það er bara dekur, dekur, dekur,“ segir Sesselja sem hyggst fara með Tiffany aftur í skoðun til dýralæknis eftir helgi. Fer aldrei langt Þá segir Sesselja að viðbrögð við Facebook-færslunni hafi verið ótrúleg. Afar gott sé að finna fyrir stuðningi nágranna og annarra velunnara Tiffany. „Nágrannar hafa sent mér skilaboð til að spyrja hvernig hún hefur það, segjast elska Tiffany og hitta hana alltaf þegar þeir fara í vinnuna.“ Aðspurð segir Sesselja að hún hafi leitt hugann að því að tilkynna málið til lögreglu og raunar verið hvött ítrekað til þess. Þá hafi Tiffany að öllum líkindum hlotið áverkana í næsta nágrenni Sólvallagötu þar sem hún fari aldrei langt frá heimili sínu. „Hún er bara hérna fyrir utan eða í götunum kring. Situr úti á gangstétt, skoðar mannlífið og fær klapp.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Talið er að alvarlegir áverkar heimiliskattar á Sólvallagötu í Vesturbæ séu af mannavöldum. Kötturinn missti fjórar tennur við þungt högg í andlitið, mögulega spark, og missti einnig mikið blóð. Eigandi kisu segir hana hafa verið nær dauða en lífi, þó hún sé nú að braggast, og hefur íhugað að tilkynna málið til lögreglu. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi læðunnar Tiffany, vakti fyrst athygli á atvikinu inni á Facebook-hóp Vesturbæinga nú í vikunni, fyrst og fremst til að óska eftir vitnum ef einhver væru, og færslan vakti mikil viðbrögð. Fjöldi fólks hefur deilt henni og þá keppast Vesturbæingar við að senda Tiffany batakveðjur í athugasemdum. Fossaði úr henni blóðið Sesselja lýsir atburðarásinni í samtali við Vísi. Tiffany kom heim síðdegis á föstudag. Sonur Sesselju, sem er einn helsti vinur kisu, tók á móti henni en þegar hann hófst handa við að klappa henni tóku þau mæðginin eftir því að ekki var allt með felldu. „Það heyrðist skrýtið hljóð í henni og þá var eins og það væri eitthvað í munninum á henni. Og svo auðvitað fossaði blóð út úr henni,“ segir Sesselja. Þau hringdu strax á dýralæknavaktina og brunuðu svo með hana upp í Mosfellsbæ. Sesselja segir að hún hafi fyrst ályktað sem svo að Tiffany hefði orðið fyrir bíl eða dottið og meitt sig. Þungt spark eða högg Dýralæknir í Mosfellsbæ sem tók við Tiffany er hins vegar á öðru máli og telur líklegast að áverkarnir séu af mannavöldum. Tiffany var svæfð og úr henni teknar þrjár tennur. Fjórða tönnin, jaxl, datt hins vegar úr með rótum. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi Tiffany.Aðsend „Og okkur fannst það auðvitað mjög spes. Svo var saumað fyrir tvo tveggja sentímetra langa skurði á tungunni, tennurnar höfðu skorist í hana. Allt blóðið var úr tungunni og hún missti alveg rosalega mikið blóð,“ segir Sesselja. „Auðvitað veit maður ekkert hvað gerðist en þetta eru mjög miklir áverkar í andliti. Dýralæknirinn var á því að þetta væri ekki eftir bílslys, fall eða slagsmál. Henni fannst líklegast að þetta væri af mannavöldum, þungt spark eða högg, af því að þetta var þetta staðbundið.“ Nær dauða en lífi Sesselja fór með Tiffany heim eftir svæfinguna þar sem hún byrjaði að jafna sig. Fljótlega byrjaði kisu þó að hraka verulega og um nóttina var vart lífsmark með henni. Snemma um morguninn byrjaði hún svo að taka skjálftaköst. „Tungan lafði út og hún var alveg ísköld, allt hold orðið hvítt; tannholdið, trýnið og þófarnir. Ég setti þvottapoka við tunguna því hún var orðin þurr, hitateppi undir Tiffany og hitateppi ofan á hana. Svo var vakað yfir henni um nóttina.“ Tiffany eins og hún á að sér að vera.Aðsend Sesselja segir að áverkarnir hafi að öllum líkindum verið meiri en upphaflega var talið og hefur eftir dýralækninum að ef til vill hafi myndast gúlpur í höfðinu sem svo sprakk. Dýralæknirinn hafi jafnframt talið afar ólíklegt að Tiffany lifði nóttina af. „Ég talaði við hana klukkan 9 um morguninn og það fyrsta sem hún sagði var: Er hún dáin?“ En Tiffany þraukaði og er nú öll að braggast, að sögn Sesselju. Hún fékk sýkla- og verkjalyf, auk þess sem hún fær sérstakan mat fyrir veika ketti. „Það er bara dekur, dekur, dekur,“ segir Sesselja sem hyggst fara með Tiffany aftur í skoðun til dýralæknis eftir helgi. Fer aldrei langt Þá segir Sesselja að viðbrögð við Facebook-færslunni hafi verið ótrúleg. Afar gott sé að finna fyrir stuðningi nágranna og annarra velunnara Tiffany. „Nágrannar hafa sent mér skilaboð til að spyrja hvernig hún hefur það, segjast elska Tiffany og hitta hana alltaf þegar þeir fara í vinnuna.“ Aðspurð segir Sesselja að hún hafi leitt hugann að því að tilkynna málið til lögreglu og raunar verið hvött ítrekað til þess. Þá hafi Tiffany að öllum líkindum hlotið áverkana í næsta nágrenni Sólvallagötu þar sem hún fari aldrei langt frá heimili sínu. „Hún er bara hérna fyrir utan eða í götunum kring. Situr úti á gangstétt, skoðar mannlífið og fær klapp.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira