Landgangar teknir úr notkun ellefu sinnum það sem af er vetri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 20:24 Farþegar á leið um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Arnar Halldórsson. Frá því í október hefur það komið ellefu sinni fyrir að taka hefur landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs, samanborið við sautján skipti síðasta vetur. Millilandaflug um Keflavík hefur legið niðri í dag vegna veðurs en í dag var til að mynda greint frá því að Icelandair hafi aflýst fimmtíu brottförum í dag. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði, en veður hafa verið afar válynd í vetur. „Það hefur gerst núna ellefu sinnum síðan í byrjun október að það hefur þurft að taka landganga úr notkun og veður hefur verið með þannig móti að flugfélög hafa tekið ákvörðun um að aflýsa eða hraða flugferðum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í kvöldfréttum Stöðvar 2, staddur í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Ef vindhraði fer yfir 25 metra á sekúndu á Keflavíkurflugvelli er ekki hægt að notast við landganga. Talsverðar líkur eru á því að lokanir vegna veðurs verði tíðari þennan vetur en þann síðasta. „Ef við förum í samanburð við veturinn 2018-2019 þá voru það sautján skipti yfir allan veturinn þar sem landgangar voru teknir í notkun yfir skemmri eða lengri tíma, mest tvisvar í rúmlega níu klukkustundir,“ sagði Guðjón. Þá sé veðurhamurinn þennan veturinn öðruvísi en síðasta vetur. „Munurinn sem við erum að sjá núna er að þetta veður sem er að valda þessu, vindhraði og óveður, það er að vara í lengri tíma í einu en til dæmis bara síðasta vetur..“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Gæti orðið sólarhringabið eftir því að komast á áfangastað Búið er að aflýsa nær öllu millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll í dag vegna veðurs. Icelandair hefur aflýst öllu flugi sínu, sem og bróðurpartur erlendu flugfélaganna. 23. janúar 2020 09:58 Icelandair hefur aflýst fimmtíu brottförum í dag Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. 23. janúar 2020 15:56 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Sjá meira
Frá því í október hefur það komið ellefu sinni fyrir að taka hefur landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs, samanborið við sautján skipti síðasta vetur. Millilandaflug um Keflavík hefur legið niðri í dag vegna veðurs en í dag var til að mynda greint frá því að Icelandair hafi aflýst fimmtíu brottförum í dag. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði, en veður hafa verið afar válynd í vetur. „Það hefur gerst núna ellefu sinnum síðan í byrjun október að það hefur þurft að taka landganga úr notkun og veður hefur verið með þannig móti að flugfélög hafa tekið ákvörðun um að aflýsa eða hraða flugferðum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í kvöldfréttum Stöðvar 2, staddur í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Ef vindhraði fer yfir 25 metra á sekúndu á Keflavíkurflugvelli er ekki hægt að notast við landganga. Talsverðar líkur eru á því að lokanir vegna veðurs verði tíðari þennan vetur en þann síðasta. „Ef við förum í samanburð við veturinn 2018-2019 þá voru það sautján skipti yfir allan veturinn þar sem landgangar voru teknir í notkun yfir skemmri eða lengri tíma, mest tvisvar í rúmlega níu klukkustundir,“ sagði Guðjón. Þá sé veðurhamurinn þennan veturinn öðruvísi en síðasta vetur. „Munurinn sem við erum að sjá núna er að þetta veður sem er að valda þessu, vindhraði og óveður, það er að vara í lengri tíma í einu en til dæmis bara síðasta vetur..“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Gæti orðið sólarhringabið eftir því að komast á áfangastað Búið er að aflýsa nær öllu millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll í dag vegna veðurs. Icelandair hefur aflýst öllu flugi sínu, sem og bróðurpartur erlendu flugfélaganna. 23. janúar 2020 09:58 Icelandair hefur aflýst fimmtíu brottförum í dag Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. 23. janúar 2020 15:56 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Sjá meira
Gæti orðið sólarhringabið eftir því að komast á áfangastað Búið er að aflýsa nær öllu millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll í dag vegna veðurs. Icelandair hefur aflýst öllu flugi sínu, sem og bróðurpartur erlendu flugfélaganna. 23. janúar 2020 09:58
Icelandair hefur aflýst fimmtíu brottförum í dag Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. 23. janúar 2020 15:56