Bóndakúr Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 24. janúar 2020 09:00 Að jólahátíðinni afstaðinni finnst okkur mörgum að eftir nokkurra vikna marineringu í lífsins lystisemdum, með söru í annarri hendi og nóa í hinni og jafnvel jólabland á kantinum, sé kominn tími til að þurrka rauðvínssósuna af efri vörinni og svitna út syndunum. Matarplön og bækur um mismunandi hollustumataræði seljast í bílförmum og öll verðum við sérfræðingar í léttum vegan-réttum, lágkolvetna og ketó svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma fyllast líkamsræktarstöðvarnar af Íslendingum með háleit markmið. Samkvæmt viðtölum við þekktustu einkaþjálfara landsins fer svo að fækka í hópnum upp úr miðjum janúar og um þetta leyti árs er aðgengi að hlaupabrettum landsins orðið svipað og á venjulegum októberþriðjudegi. Í sumum tilfellum er nýja matarplanið líka gleymt og grafið. Það er synd því um þessar mundir fyllast kæliborð verslana af frábærum matarkosti fyrir lkl-ara og ketó-fólk en ýmis þorramatur s.s. lundabaggar, bringukollar, sviðasulta og hrútspungar passa vel inn í slíkt mataræði. Þrjár fyrst nefndu matartegundirnar eru bæði fitu- og próteinríkar en án kolvetna og hrútspungar einstaklega próteinríkir. Þessar afurðir okkar sauðfjárbænda eru auk þess stútfullar af mörgum vítamínum, steinefnum og amínósýrum sem eru okkur mannfólkinu nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Má þar til dæmis nefna að það er heilmikið magnesíum í súrsuðum hrútspungum og sviðasulta er mjög járnrík. Slátrið, sem margir tengja líka þorranum, hentar síður fólki á lágkolvetnakúrum þar sem í því er mjöl. Lifrarpylsa og blóðmör ætti hins vegar að vera hluti af fjölbreyttu fæði allra vegna þess hversu ríkt það er af fjölbreyttum næringarefnum og er hvort tveggja ofurfæða. Fyrir þau sem kunna að meta súrsuðu útgáfuna af okkar frábæru afurðum má nefna að súrsunarferlinu fylgja miklir kostir en súrsunin eykur meltanleika og næringargildi matarins. Sýrður matur fer vel í maga og sýringin varðveitir vel t.d. B-vítamín og önnur vítamín og næringarefni í matnum. En þá er ekki allt talið því kalk og önnur næringarefni úr mysunni síast inn í súrmatinn og gera hann enn hollari súran en ósúran. Fyrir þá sem ekki neyta dýraafurða eða ætla að framlengja „veganúar“ inn í þorrann má nefna að Hótel Saga, sem leggur áherslu á íslensk hráefni, býður í fyrsta sinn til vegan blóts. Bóndakúr snýst þó ekki bara um hollt mataræði. Á hverjum degi stunda bændur um allt land holla hreyfingu við að fóðra sínar skepnur og önnur verk sem fylgja því að reka búið. Eins fylgir starfinu mikil og góð útivist. Á þorranum bæta bændur svo dansi við hreyfinguna og sækja þorrablót hver í sinni sveit til að hlæja að sjálfum sér og kannski ennþá frekar að nágrannanum. Þannig næst rækt í sálina jafnt og líkamann. Ég hvet ykkur til að halda áramótaheitið út aðeins lengur og heilsa þorranum með því að detta í bóndakúr með hollum þjóðlegum mat, hollri hreyfingu og hlátri. Ég óska ykkur öllum gleðilegs þorra. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Vegan Þorrablót Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Að jólahátíðinni afstaðinni finnst okkur mörgum að eftir nokkurra vikna marineringu í lífsins lystisemdum, með söru í annarri hendi og nóa í hinni og jafnvel jólabland á kantinum, sé kominn tími til að þurrka rauðvínssósuna af efri vörinni og svitna út syndunum. Matarplön og bækur um mismunandi hollustumataræði seljast í bílförmum og öll verðum við sérfræðingar í léttum vegan-réttum, lágkolvetna og ketó svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma fyllast líkamsræktarstöðvarnar af Íslendingum með háleit markmið. Samkvæmt viðtölum við þekktustu einkaþjálfara landsins fer svo að fækka í hópnum upp úr miðjum janúar og um þetta leyti árs er aðgengi að hlaupabrettum landsins orðið svipað og á venjulegum októberþriðjudegi. Í sumum tilfellum er nýja matarplanið líka gleymt og grafið. Það er synd því um þessar mundir fyllast kæliborð verslana af frábærum matarkosti fyrir lkl-ara og ketó-fólk en ýmis þorramatur s.s. lundabaggar, bringukollar, sviðasulta og hrútspungar passa vel inn í slíkt mataræði. Þrjár fyrst nefndu matartegundirnar eru bæði fitu- og próteinríkar en án kolvetna og hrútspungar einstaklega próteinríkir. Þessar afurðir okkar sauðfjárbænda eru auk þess stútfullar af mörgum vítamínum, steinefnum og amínósýrum sem eru okkur mannfólkinu nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Má þar til dæmis nefna að það er heilmikið magnesíum í súrsuðum hrútspungum og sviðasulta er mjög járnrík. Slátrið, sem margir tengja líka þorranum, hentar síður fólki á lágkolvetnakúrum þar sem í því er mjöl. Lifrarpylsa og blóðmör ætti hins vegar að vera hluti af fjölbreyttu fæði allra vegna þess hversu ríkt það er af fjölbreyttum næringarefnum og er hvort tveggja ofurfæða. Fyrir þau sem kunna að meta súrsuðu útgáfuna af okkar frábæru afurðum má nefna að súrsunarferlinu fylgja miklir kostir en súrsunin eykur meltanleika og næringargildi matarins. Sýrður matur fer vel í maga og sýringin varðveitir vel t.d. B-vítamín og önnur vítamín og næringarefni í matnum. En þá er ekki allt talið því kalk og önnur næringarefni úr mysunni síast inn í súrmatinn og gera hann enn hollari súran en ósúran. Fyrir þá sem ekki neyta dýraafurða eða ætla að framlengja „veganúar“ inn í þorrann má nefna að Hótel Saga, sem leggur áherslu á íslensk hráefni, býður í fyrsta sinn til vegan blóts. Bóndakúr snýst þó ekki bara um hollt mataræði. Á hverjum degi stunda bændur um allt land holla hreyfingu við að fóðra sínar skepnur og önnur verk sem fylgja því að reka búið. Eins fylgir starfinu mikil og góð útivist. Á þorranum bæta bændur svo dansi við hreyfinguna og sækja þorrablót hver í sinni sveit til að hlæja að sjálfum sér og kannski ennþá frekar að nágrannanum. Þannig næst rækt í sálina jafnt og líkamann. Ég hvet ykkur til að halda áramótaheitið út aðeins lengur og heilsa þorranum með því að detta í bóndakúr með hollum þjóðlegum mat, hollri hreyfingu og hlátri. Ég óska ykkur öllum gleðilegs þorra. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun