Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 14:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. Aðgerðir hefjast að óbreyttu 4. febrúar. Rúmlega 1800 manns voru á kjörskrá og stóð atkvæðagreiðslan yfir í fimm daga. Henni lauk á hádegi í dag, sunnudaginn 26. janúar. Með atkvæðagreiðslunni hafa félagsmenn Eflingar samþykkt verkfallsboðun gagnvart Reykjavíkurborg. Formleg verkfallsboðun verður afhent borgaryfirvöldum og ríkissáttasemjara fyrir hádegi á morgun, mánudaginn 27. janúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Í tilkynningu frá Eflingu segir að metþátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslunni, eða 59,2 prósent. Alls voru 34 á móti, eða 3,1 prósent, og 16 tóku ekki afstöðu eða 1,4%. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu að hún fagni því að félagsmenn hafi tekið undir tillögu samninganefndar um boðun verkfallsaðgerða. „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum baráttuvilja meðal starfsmanna í fjölmörgum heimsóknum mínum á vinnustaði borgarinnar síðan í haust. Fólk er orðið langþreytt á því að vinna fyrir sultarlaunum við vaxandi álag og erfiðar aðstæður. Metkosningaþátttaka, svo ekki sé talað um yfirgnæfandi vilja til aðgerða, sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið og höfum fjöldann á bakvið okkur. Með þennan vind í seglunum eru okkur allir vegir færir í baráttunni við borgina,“ segir Sólveig Anna í tilkynningu. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu. Skipulag verkfallsaðgerða verður með eftirfarandi hætti: Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. Aðgerðir hefjast að óbreyttu 4. febrúar. Rúmlega 1800 manns voru á kjörskrá og stóð atkvæðagreiðslan yfir í fimm daga. Henni lauk á hádegi í dag, sunnudaginn 26. janúar. Með atkvæðagreiðslunni hafa félagsmenn Eflingar samþykkt verkfallsboðun gagnvart Reykjavíkurborg. Formleg verkfallsboðun verður afhent borgaryfirvöldum og ríkissáttasemjara fyrir hádegi á morgun, mánudaginn 27. janúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Í tilkynningu frá Eflingu segir að metþátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslunni, eða 59,2 prósent. Alls voru 34 á móti, eða 3,1 prósent, og 16 tóku ekki afstöðu eða 1,4%. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu að hún fagni því að félagsmenn hafi tekið undir tillögu samninganefndar um boðun verkfallsaðgerða. „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum baráttuvilja meðal starfsmanna í fjölmörgum heimsóknum mínum á vinnustaði borgarinnar síðan í haust. Fólk er orðið langþreytt á því að vinna fyrir sultarlaunum við vaxandi álag og erfiðar aðstæður. Metkosningaþátttaka, svo ekki sé talað um yfirgnæfandi vilja til aðgerða, sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið og höfum fjöldann á bakvið okkur. Með þennan vind í seglunum eru okkur allir vegir færir í baráttunni við borgina,“ segir Sólveig Anna í tilkynningu. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu. Skipulag verkfallsaðgerða verður með eftirfarandi hætti: Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24