Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 18:16 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur og sat fundi í Skógarhlíð í allan dag. Grindavík/Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta. „Það er ekki ástæða til að ætla að það sé yfirvofandi vá núna alveg á næstunni. Þeir lesa það út úr þessum gögnum. Þess vegna getum við verið svona þokkalega róleg. Þetta getur auðvitað hjaðnað og orðið að engu. Og þá væri það úr sögunni en við verðum að fylgjast með áfram og geta gripið til viðeigandi ráðstafana þróist mál á verri veg.“ Fannar segir að dagurinn hjá sér hafi farið í það að fylgjast með upplýsingum sem vísindamenn hafi safnað saman og geti gefið, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi vegna landris við Þorbjörn í Grindavík sem mögulega sé rakið til kvikusöfnunar undir fjallinu. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um þrír til fjórir millimetrar á dag, en í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Fundað í allan dag Um 25 manna hópur kom saman klukkan 10 í morgun í Skógarhlíðinni og segist Fannar hafa verið boðaður á fundinn um klukktíma áður. „Það var ekki löngu eftir að vakthafandi aðili á Veðurstofunni varð var við eitthvað og taldi sig þurfa að kalla saman stærri hóp.“ Fannar segir að reynt hafi verið að hafa yfirlýsinguna eins hnitmiðaða og hægt var. „Það verður hins vegar íbúafundur á íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 16 þar sem mæta vísindamenn sem lesa úr þessum tölum og fulltrúar lögregluyfirvalda. Halda tölu og svara spurningum.“ Fannar segir að á morgun verði bætt við jarðskjálftamælum á svæðinu. „Engu að síður eru nægilega margir mælar á svæðinu núna til að menn séu vissir um að þarna sé ástæða til að viðhafa varúðarráðstafanir og undirbúa það sem verst kann að gerast þó að líkur á því séu ekki miklar. Menn vilja vera viðbúnir hinu versta.“ Hann segir að það sem skipti langmestu máli sé að gæta þess að við verstu aðstæður verði ekki manntjón. „Ég ítreka að það eru litlar líkur taldar á því að svo verði í næstu framtíð. Allar aðgerðir miðast við það að geta rýmt svæðið í versta falli. Hvenær sú ákvörðun verður tekin er alveg óljóst og okkur er sagt að það sé ekki tímabært núna. En með því að fylgjast með þessu geta menn verið undir það búnir með einhverjum fyrirvara að það þurfi að grípa til einhverra róttækari viðbragða, eins og rýmingar.“ Grindavík að sumri.Grindavík.is Hvað búa margir á því sem gæti flokkast sem hættusvæði þarna í kring? „Ef við lítum á þetta svæði í Grindavík og þar í kring þá eru 3.500 manns í Grindavík. Bláa lónið er í lögsögu Gríndavíkur og skammt þar frá og þar geta verið um 1.500 manns á hverjum tíma. Það var tala sem minnst var á í dag. Svo eru það starfsmenn HS Orku í Svartsengi, svo í heildina eru þetta í kringum fimm þúsund manns. Menn segja að það séu ekki fordæmi fyrir því að það verði til dæmis sprengigos á þessu svæði þannig að það er því kannski ekki sama hættan þar og sums staðar annars staðar. En ég ætla samt ekki að hætta mig út í einhverja jarðfræði.“ Hann leggur áherslu á að nýjustu upplýsingar verði hægt að nálgast á almannavarnir.is. „Ég minni svo á íbúafundinn á morgun. Við ætlum að streyma honum líka. Við erum auðvitað bara að treysta okkar færustu vísindamönnum í þessum efnum. Þó að auðvitað við vorum það besta þá verðum við að vera viðbúin hinu versta. Það er ekki ástæða til að ætla að það sé yfirvofandi vá núna alveg á næstunni. Þeir lesa það út úr þessum gögnum. Þess vegna getum við verið svona þokkalega róleg. Þetta getur auðvitað hjaðnað og orðið að engu. Og þá væri það úr sögunni en við verðum að fylgjast með áfram og gripið til viðeigandi ráðstafana þróist má á verri veg.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta. „Það er ekki ástæða til að ætla að það sé yfirvofandi vá núna alveg á næstunni. Þeir lesa það út úr þessum gögnum. Þess vegna getum við verið svona þokkalega róleg. Þetta getur auðvitað hjaðnað og orðið að engu. Og þá væri það úr sögunni en við verðum að fylgjast með áfram og geta gripið til viðeigandi ráðstafana þróist mál á verri veg.“ Fannar segir að dagurinn hjá sér hafi farið í það að fylgjast með upplýsingum sem vísindamenn hafi safnað saman og geti gefið, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi vegna landris við Þorbjörn í Grindavík sem mögulega sé rakið til kvikusöfnunar undir fjallinu. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um þrír til fjórir millimetrar á dag, en í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Fundað í allan dag Um 25 manna hópur kom saman klukkan 10 í morgun í Skógarhlíðinni og segist Fannar hafa verið boðaður á fundinn um klukktíma áður. „Það var ekki löngu eftir að vakthafandi aðili á Veðurstofunni varð var við eitthvað og taldi sig þurfa að kalla saman stærri hóp.“ Fannar segir að reynt hafi verið að hafa yfirlýsinguna eins hnitmiðaða og hægt var. „Það verður hins vegar íbúafundur á íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 16 þar sem mæta vísindamenn sem lesa úr þessum tölum og fulltrúar lögregluyfirvalda. Halda tölu og svara spurningum.“ Fannar segir að á morgun verði bætt við jarðskjálftamælum á svæðinu. „Engu að síður eru nægilega margir mælar á svæðinu núna til að menn séu vissir um að þarna sé ástæða til að viðhafa varúðarráðstafanir og undirbúa það sem verst kann að gerast þó að líkur á því séu ekki miklar. Menn vilja vera viðbúnir hinu versta.“ Hann segir að það sem skipti langmestu máli sé að gæta þess að við verstu aðstæður verði ekki manntjón. „Ég ítreka að það eru litlar líkur taldar á því að svo verði í næstu framtíð. Allar aðgerðir miðast við það að geta rýmt svæðið í versta falli. Hvenær sú ákvörðun verður tekin er alveg óljóst og okkur er sagt að það sé ekki tímabært núna. En með því að fylgjast með þessu geta menn verið undir það búnir með einhverjum fyrirvara að það þurfi að grípa til einhverra róttækari viðbragða, eins og rýmingar.“ Grindavík að sumri.Grindavík.is Hvað búa margir á því sem gæti flokkast sem hættusvæði þarna í kring? „Ef við lítum á þetta svæði í Grindavík og þar í kring þá eru 3.500 manns í Grindavík. Bláa lónið er í lögsögu Gríndavíkur og skammt þar frá og þar geta verið um 1.500 manns á hverjum tíma. Það var tala sem minnst var á í dag. Svo eru það starfsmenn HS Orku í Svartsengi, svo í heildina eru þetta í kringum fimm þúsund manns. Menn segja að það séu ekki fordæmi fyrir því að það verði til dæmis sprengigos á þessu svæði þannig að það er því kannski ekki sama hættan þar og sums staðar annars staðar. En ég ætla samt ekki að hætta mig út í einhverja jarðfræði.“ Hann leggur áherslu á að nýjustu upplýsingar verði hægt að nálgast á almannavarnir.is. „Ég minni svo á íbúafundinn á morgun. Við ætlum að streyma honum líka. Við erum auðvitað bara að treysta okkar færustu vísindamönnum í þessum efnum. Þó að auðvitað við vorum það besta þá verðum við að vera viðbúin hinu versta. Það er ekki ástæða til að ætla að það sé yfirvofandi vá núna alveg á næstunni. Þeir lesa það út úr þessum gögnum. Þess vegna getum við verið svona þokkalega róleg. Þetta getur auðvitað hjaðnað og orðið að engu. Og þá væri það úr sögunni en við verðum að fylgjast með áfram og gripið til viðeigandi ráðstafana þróist má á verri veg.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?